Friday, April 26, 2024
HomeForsíðaONE: Battleground úrslit

ONE: Battleground úrslit

ONE Championship var með bardagakvöld í Singapore í gær. Fimm bardagar voru á dagskrá á þessu bardagkvöldi.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust fyrrum ONE millivigtar og léttþungavigtarmeistarinn Aung La N Sang og Brasilíumaðurinn Leandro Ataides. Það var greinilegt að Aung La N Sang væri búinn að ná sér eftir að hafa tapað báðum titlum sínum í síðustu tveimur bardögum.

Bardaginn fór skemmtilega af stað þar sem Aung La og Ataides skiptust á höggum. Atteides náði góðri fellu um miðja lotu en Aung La varðist vel og náði bardaganum upp. Aung La lagði allan kraft í höggin sín, þangað til að hann hitti mjög þungum hægri krók sem rotaði Ataides í seinni hluta fyrstu lotu. Eftir bardagann sagðist Aung La N Sang vilja berjast á móti öllum þeim sem skoruðu á hann þegar hann var meistari en fengu ekki bardaga. Þegar hann væri búinn að klára þá myndi hann hugsa aftur um meistarann.

Í fyrsta bardaga kvöldsins stóðst 16 ára undrabarnið, Victoria Lee, allar væntingar og sigraði andstæðing sinn Wang Luping frá Kína í fyrstu lotu. Það sást strax að Lee ætlaði ekki að eyða löngum tíma í búrinu. Hún gekk hreint til verks, náði fellu mjög snemma og komst í yfirburðarstöðu í gólfinu (mounted triangle). Lee þjarmaði að þeirri kínversku þar til hún kláraði bardagann með armlás (e. armbar).

Úrslit ONE: Battleground

Millivight: Aung La N Sang (27-12) sigraði Leandro Ateides (11-5) með rothöggi í fyrstu lotu.
Strávigt: Gustavo Balart (9-4) sigraði Ryuto Sawada (14-7-1) eftir dómaraákvörðun
Atómvigt kvenna: Ritu Phogat (5-1) sigraði Lin Heqin (14-3-1) eftir dómaraákvörðun
Bantamvigt: Jeremy Pacatiw(8-4) sigraði Chen Rui (9-3) eftir dómaraákvörðun
Atómvigt kvenna: Victoria Lee (2-0) sigraði Wang Luping (3-2) með uppgjafartaki (armbar) í fyrstu lotu.

Hér fyrir neðan er svo hægt að horfa á bardagakvöldið í heild:

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular