UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld þar sem þeir Glover Teixeira og Thiago Santos mætast í aðalbardaga kvöldsins.
Millivigtarmeistarinn Israel Adesanya fær næsta titilbardaga í léttþungavigtinni. Það var enginn ósáttari með þá tilkynningu heldur en þeir Glover Teixeira og Thiago Santos. Upphaflega átti þetta að vera bardagi um hver fengi næsta titilbardaga en sú er ekki raunin lengur.
Hinn 41 árs gamli Glover Teixeira hefur unnið fjóra bardaga í röð og kemur sífellt á óvart. Thiago Santos tapaði naumlega fyrir Jon Jones í sínum síðasta bardaga en sleit nánast allt sem hægt var að slíta í hnénu í þeim bardaga. Hann berst því í fyrsta sinn í kvöld síðan hann náði sér af hnémeiðslunum sem hann varð fyrir í júlí 2019.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 3:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur á ViaPlay með íslenskri lýsingu.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 3:00)
Léttþungavigt: Thiago Santos gegn Glover Teixeira
Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Tanner Boser
Bantamvigt: Raoni Barcelos gegn Khalid Taha
Fjaðurvigt: Giga Chikadze gegn Jamey Simmons
Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha gegn Yan Xiaonan
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast á miðnætti)
Millivigt: Trevin Giles gegn Bevon Lewis
Þungavigt: Alexandr Romanov gegn Marcos Rogério de Lima
Fjaðurvigt: Darren Elkins gegn Luiz Eduardo Garagorri
Veltivigt: Max Griffin gegn Ramiz Brahimaj
Bantamvigt: Gustavo Lopez gegn Anthony Birchak
Millivigt: Ian Heinisch gegn Brendan Allen – bardaginn féll niður þar sem Heinisch fékk kórónuveiruna.