Saturday, May 18, 2024
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Stephens vs. Choi?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Stephens vs. Choi?

UFC bregður út af vananum og er með bardagakvöld á sunnudegi. Tímasetningin er ekki beint þægileg fyrir vinnandi fólk en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jeremy Stephens og Doo Ho Choi. Það eru nóg af spennandi bardögum á bardagakvöldinu en fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:30. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl 3 í nótt en allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC. Hér má sjá hvaða bardagar eru á dagskrá í nótt.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl 3)

Fjaðurvigt: Jeremy Stephens gegn Doo Ho Choi
Fluguvigt kvenna: Paige VanZant gegn Jessica-Rose Clark
Veltivigt: Kamaru Usman gegn Emil Weber Meek
Fjaðurvigt: Darren Elkins gegn Michael Johnson

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl 1)

Léttvigt: James Krause gegn Alex White
Léttvigt: Matt Frevola gegn Marco Polo Reyes
Bantamvigt kvenna: Talita Bernardo gegn Irene Aldana
Strávigt kvenna: Danielle Taylor gegn JJ Aldrich

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl 23:30)

Fluguvigt kvenna: Kalindra Faria gegn Jessica Eye
Hentivigt (150 pund): Mike Santiago gegn Mads Burnell
Bantamvigt: Kyung Ho Kang gegn Guido Cannetti

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular