UFC er með sitt 10. bardagakvöld í röð í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Michelle Waterson og Angela Hill.
Upphaflega áttu þeir Glover Teixeira og Thiago Santos að mætast í aðalbardaga kvöldsins en Teixeira fékk kórónuveiruna og var bardaganum frestað til 3. október.
Aðalbardaginn verður mikilvægur bardagi í strávigt kvenna. Angela Hill berst sinn fjórða bardaga á árinu í kvöld en hún hefur verið mjög dugleg að berjast á þessu ári.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 21:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC en ViaPlay sýnir síðan aðalhluta bardagakvöldsins.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst á miðnætti):
Strávigt kvenna: Michelle Waterson gegn Angela Hill Léttvigt: Ottman Azaitar gegn Khama Worthy
Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi gegn Andrea Lee
Léttþungavigt: Ed Herman gegn Mike Rodríguez
Léttvigt: Bobby Green gegn Alan Patrick
Fjaðurvigt: Billy Quarantillo gegn Kyle Nelson
ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 21:00)
Bantamvigt kvenna: Julia Avila gegn Sijara Eubanks
Léttvigt: Kevin Croom gegn Roosevelt Roberts
Þungavigt: Alexander Romanov gegn Roque Martinez
Hentivigt (165 pund): Brok Weaver gegn Jalin Turner
Veltivigt: Bryan Barberena gegn Anthony Ivy
Fluguvigt kvenna: Sabina Mazo gegn Justine Kish