Tuesday, April 16, 2024
HomeErlentDustin Poirier mun ekki mæta Tony Ferguson í október

Dustin Poirier mun ekki mæta Tony Ferguson í október

UFC stefndi á að setja bardaga Dustin Poirier og Tony Ferguson á UFC 254 í október. Samningar milli Poirier og UFC náðust hins vegar ekki.

UFC 254 fer fram þann 24. október þar sem þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins. Planið var að láta þá Dustin Poirier og Tony Ferguson mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Samkvæmt ESPN náðust samningar ekki milli UFC og Poirier. Poirier vildi fá betur borgað en UFC var tilbúið að bjóða og því sigldu samningaviðræður í strand. Poirier var þegar byrjaður í æfingabúðum sínum hjá American Top Team í Flórída en hefur nú haldið heim til Louisiana.

UFC vildi gjarnan bóka þennan bardaga á UFC 254 þar sem þeir gætu verið hálfgerðir varamenn fyrir aðalbardagann. Ef Gaethje hefði meiðst og þurft að draga sig úr bardaganum myndi Ferguson koma í staðinn og ef Khabib hefði meiðst átti Poirier að koma í hans stað. UFC hefur fimm sinnum reynt að bóka bardaga Khabib og Tony Ferguson og þá er Poirier þegar með sigur gegn Gaethje.

Tony Ferguson gæti fengið nýjan andstæðing á kvöldinu en ljóst er að það verður ekki eins spennandi andstæðingur og Dustin Poirier.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular