0

Dustin Poirier mun ekki mæta Tony Ferguson í október

UFC stefndi á að setja bardaga Dustin Poirier og Tony Ferguson á UFC 254 í október. Samningar milli Poirier og UFC náðust hins vegar ekki.

UFC 254 fer fram þann 24. október þar sem þeir Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins. Planið var að láta þá Dustin Poirier og Tony Ferguson mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins.

Samkvæmt ESPN náðust samningar ekki milli UFC og Poirier. Poirier vildi fá betur borgað en UFC var tilbúið að bjóða og því sigldu samningaviðræður í strand. Poirier var þegar byrjaður í æfingabúðum sínum hjá American Top Team í Flórída en hefur nú haldið heim til Louisiana.

UFC vildi gjarnan bóka þennan bardaga á UFC 254 þar sem þeir gætu verið hálfgerðir varamenn fyrir aðalbardagann. Ef Gaethje hefði meiðst og þurft að draga sig úr bardaganum myndi Ferguson koma í staðinn og ef Khabib hefði meiðst átti Poirier að koma í hans stað. UFC hefur fimm sinnum reynt að bóka bardaga Khabib og Tony Ferguson og þá er Poirier þegar með sigur gegn Gaethje.

Tony Ferguson gæti fengið nýjan andstæðing á kvöldinu en ljóst er að það verður ekki eins spennandi andstæðingur og Dustin Poirier.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.