Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC Fight Night: Whittaker vs. Gastelum?

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Whittaker vs. Gastelum?

UFC er með bardagakvöld í Las Vegas í kvöld.  Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Kelvin Gastelum en hér má sjá hvenær bardagarnir byrja.


Upphaflega átti Paulo Costa að mæta Robert Whittaker í aðalbardaga kvöldsins en hann þurfti að hætta við vegna veikinda. Þá þurfi að finna nýjan andstæðing fyrir Whittaker og þá kom Gastelum í staðin.

Alls eru 11 bardagar á dagskrá í kvöld. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass og aðalhluta bardagakvöldsins er hægt að sjá á Viaplay.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 2:00)

Millivigt: Robert Whittaker gegn Kelvin Gastelum
Léttvigt: Drakkar Klose gegn Jeremy Stephens                                 
Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Chase Sherman
Millivigt: Abdul Razak Alhassan gegn Jacob Malkoun
Léttvigt: Luis Pena gegn Alex Munoz

ESPN+ upphitunarbardagar (hefst kl.23:00)

Fluguvigt: Tracy Cortez gegn Justine Kish
Þungavigt: Alexander Romanov gegn Juan Espino
Strávigt: Jessica Penne gegn Lupita Godinez
Millivigt: Gerald Meerschaert gegn Bartosz Fabiński
Léttvigt: Austin Hubbard gegn Dakota Bush
Bantamvigt: Tony Gravely gegn Anthony Birchak

Sævar Helgi Víðisson
Sævar Helgi Víðisson
- Fjölmiðlafræðinemi - Keppnisreynsla í hnefaleikum - Langt leiddur MMA aðdáandi
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular