Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentAmanda Nunes mætir Julianna Pena í ágúst

Amanda Nunes mætir Julianna Pena í ágúst

Amanda Nunes er komin með sinn næsta titilbardaga. Nunes mætir Julianna Pena í ágúst og fer bardaginn fram á UFC 265.

Amanda Nunes er ríkjandi meistari bæði í fjaðurvigt og bantamvigt kvenna. Síðustu tveir titilbardagar hennar hafa verið í fjaðurvigt þar sem hún hefur sigrað Felicia Spencer og Megan Anderson. Nunes fór síðast í bantamvigt í desember 2019 þar sem hún sigraði Germaine de Randamie.

Andstæðingur hennar að þessu sinni er Julianna Pena. Pena er 2-2 í síðustu fjórum bardögum sínum og kláraði Sara McMann í janúar. Þar áður tapaði hún fyrir Germaine de Randamie en Pena hefur verið dugleg að óska eftir titilbardaga og fær nú ósk sína uppfyllta. Pena hefur verið í UFC síðan hún vann TUF 18 árið 2013.

Eins og áður segir fer bardaginn fram á UFC 265 sem fer fram þann 7. ágúst. Ekki er vitað hvar bardagakvöldið verður haldið en UFC er byrjað að hleypa áhorfendum á bardagakvöldin sín.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular