Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedÚrslit: ONE on TNT 2

Úrslit: ONE on TNT 2

Í nótt var ONE Championship með bardagakvöld. Þetta er annað kvöldið í TNT röðinni hjá ONE en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Kvöldið fór ekki fram á hefðbundum tíma fyrir ONE bardagakvöld, sem venjulega eru haldin í hádeginu á föstudögum. Samtökin eru að herja á Bandaríkjamarkað í þessum mánuði og var þetta kvöld annað í röðinni í samstarfi við TNT sjónvarpstöðina í Bandaríkjunum og þess vegna var þessi óvenjulega tímasetning fyrir valinu.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust léttvigtarmeistarinn Christian Lee og áskorandinn Timofey Nastyukhin frá Rússlandi. Christan Lee átti ekki miklum vandræðum með Tim Nasty og kláraði hann bardagann eftir rúma mínútu með tæknilegu rothöggi.

Fyrsta mínúta bardagans fóru í þreyfingar á milli keppenda og má segja að fyrsta alvöru höggið sem lenti náði Tim Nasty í gólfið. Christian Lee fylgdi vel á eftir með höggum þar til dómarinn stoppaði bardagann. Tim Nasty var ekki sáttur með dómarann þar sem honum fannst dómarinn hafa stoppað bardagann of snemma.

Það er fátt sem stoppar hinn unga Christian Lee þessa dagana og er hann nánast búinn að hreinsa upp alla þá sem koma til greina sem áskorendur í flokknum. Eina sem átti eftir að gerast er að fá Eddie Alvarez til að skora á strákinn. Eddie fékk gott tækifæri á því að vera næstur í röðinni um titilinn en hann var dæmdur úr leik í síðustu viku á móti Iuri Lapicus vegna ólöglegra ítrekaðra högga í hnakka Lapicus.

ONE Championship hefur nú þegar staðfest að Eddie Alvarez og Iuri Lapicus munu endurtaka bardagann sín á milli síðar á þessu ári til að skera úr um hvor þeirra mæti Christian Lee um titilinn.

Hér fyrir neðan má sjá bardaga Lee og Nastyukhin í heild sinni:

Óheppilegt atvik átti sér stað í þriðja bardaga kvöldsins þegar Yoshiki Nakahara var að ná hæl krók á vinstri löpp Shinechagtga Zoltsetseg í annarri lotu í gólfinu. Tilraun Zoltisetseg að reyna losa sig var með óhefðbundnum og ólöglegum hætti en hann náði einhvern veginn sparki í gólfinu með hægri löppinni í andlit Nakahara. Dómarinn stöðvaði bardagann og gaf Zoltsetseg rauða spjaldið og þar með dæmdur ósigur í bardaganum. Hér fyrir neðan má sjá umrætt atvik:

Miðvikudaginn 21. apríl er ONE on TNT 3 á dagskrá. Þar mætast John Lineker og Troy Worthen í aðalbardaga kvöldsins.

Hér fyrir neðan má sjá kvöldið í heild sinni:

Úrslit ONE on TNT 1;

Léttvigt titilbardagi: Christian Lee sigraði Timofey Nastyukhin með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.
Muay Thai Atómvigt kvenna: Janet Todd sigraði Anne Line Hogstad með tæknilegu rothöggi í þriðju lotu.
Fjaðurvigt: Shinechagtga Zoltsetseg var dæmdur ósigur gegn Yoshiki Nakahara vegna ólöglegs höggs í annarri lotu.
Fluguvigt: Kim Kyu Sung gegn Wang Shuo sigraði Kim Kyu Sung með rothöggi í þriðju lotu.
Bantamvigt: Mitchell Chamale gegn Shuya Kamikubo sigraði Mitchell Chamale með uppgjafartaki (rear-naked choke) í þriðju lotu.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular