UFC er með bardagakvöld á laugardaginn í Las Vegas. Þeir Tyron Woodley og Gilbert Burns mætast í aðalbardaga kvöldsins.
Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:00 í kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 1:00 í nótt. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC.
Tyron Woodley hefur ekki barist síðan í mars 2019 þegar hann tapaði veltivigtartitlinum til Kamaru Usman. Woodley er staðráðinn í að ná beltinu aftur.
Gilbert Burns hefur verið á frábæru skriði undanfarið og unnið fimm bardaga í röð (þar á meðal Gunnar Nelson í fyrra). Burns sigraði Demian Maia síðast og er kominn ofarlega í veltivigtinni. Hér að neðan má sjá þá bardaga sem eru á dagskrá í kvöld.
Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 1:00)
Veltivigt: Tyron Woodley gegn Gilbert Burns
Þungavigt: Blagoy Ivanov gegn Augusto Sakai
Hentivigt (150 pund): Billy Quarantillo gegn Spike Carlyle
Léttvigt: Roosevelt Roberts gegn Brok Weaver
Strávigt kvenna: Mackenzie Dern gegn Hannah Cifers
ESPN/ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 22:00)
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagian gegn Antonina Shevchenko
Veltivigt: Gabriel Green gegn Daniel Rodriguez
Léttþungavigt: Jamahal Hill gegn Klidson Abreu
Fluguvigt: Tim Elliott gegn Brandon Royval
Bantamvigt: Louis Smolka gegn Casey Kenney
Fjaðurvigt: Chris Gutiérrez gegn Vince Morales