0

Úrslit UFC Fight Night: Woodley vs. Burns

UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í nótt þar sem þeir Tyron Woodley og Gilbert Burns mættust í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslit kvöldsins.

UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Það var mikið um fjör á bardagakvöldinu en bardagarnir fóru fram í minna búri og fyrir luktum dyrum.

Gilbert Burns var miklu betri en Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Burns kýldi Woodley niður og tók hann tvisvar niður yfir loturnar fimm. Tveir dómarar gáfu Burns fyrstu lotu 10-8 og ógnaði Woodley lítið. Burns hefur nú unnið sex bardaga í röð og er nú kominn ansi nálægt titilbardaga. Frábær frammistaða hjá honum. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Gilbert Burns sigraði Tyron Woodley eftir dómaraákvörðun (50-45, 50-44, 50-44).
Þungavigt: Augusto Sakai sigraði Blagoy Ivanov eftir klofna dómaraákvörðun (27-30, 29-28, 29-28).
Hentivigt (150 pund): Billy Quarantillo sigraði Spike Carlyleeftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Hentivigt (157,5 pund): Roosevelt Roberts sigraði Brok Weaver með uppgjafartaki (rear naked choke) eftir 3:26 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Mackenzie Dern sigraði Hannah Cifers með uppgjafartaki(kneebar) eftir 2:36 í 1. lotu.

Upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagian sigraði Antonina Shevchenko eftir dómaraákvörðun (30-25, 30-25, 30-25).
Veltivigt: Daniel Rodriguez sigraði Gabriel Green eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Léttþungavigt: Jamahal Hill sigraði Klidson Abreu með tæknilegu rothöggi (knee to the body and punches) eftir 1:51 í 1. lotu.
Fluguvigt: Brandon Royval sigraði Tim Elliott með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:18 í 2. lotu.
Bantamvigt: Casey Kenney sigraði Louis Smolka með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 3:03 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Chris Gutiérrez sigraði Vince Morales með tæknilegu rothöggi (leg kicks) eftir 4:27 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.