spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvenær byrjar UFC on ESPN: Kattar vs. Ige?

Hvenær byrjar UFC on ESPN: Kattar vs. Ige?

UFC er með annað bardagakvöldið í Abu Dhabi í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Calvin Kattar og Dan Ige.

UFC verður með fjögur bardagakvöld á Yas Island eyjunni í Abu Dhabi í júlí og er það næsta strax í kvöld.

Aðalbardaginn er mikilvægur í fjaðurvigtinni en báðir eru að koma af flottum sigrum. Kattar kláraði Jeremy Stephens í maí og Ige sigraði Edson Barboza eftir klofna dómaraákvörðun í sama mánuði.

Aðrir bardagar sem ættu að vekja áhuga er bardagi Abdul Razak Alhassan gegn Mounir Lazzez. Báðir eru mjög höggþungir og vilja halda bardaganum standandi. Þá verður áhugavert að sjá Íslandsvininn John Phillips mæta Khamzat Chimaev en báðir eru þekktir fyrir að klára bardaga sína.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 23:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2:00. Alla bardagana er hægt að sjá á Fight Pass rás UFC.

Aðalhluti bardagakvöldsins (2:00)

Fjaðurvigt: Calvin Kattar gegn Dan Ige
Fluguvigt: Tim Elliott gegn Ryan Benoit
Fjaðurvigt: Jimmie Rivera gegn Cody Stamann
Fluguvigt kvenna: Molly McCann gegn Taila Santos
Hentivigt (174 pund*): Abdul Razak Alhassan gegn Mounir Lazzez 

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 23:00)

Millivigt: John Phillips gegn Khamzat Chimaev
Fjaðurvigt: Ricardo Ramos gegn Lerone Murphy
Léttþungavigt: Modestas Bukauskas gegn Andreas Michailidis
Hentivigt (149 pund**): Chris Fishgold gegn Jared Gordon
Fluguvigt kvenna: Diana Belbiţă gegn Liana Jojua
Bantamvigt: Jack Shore gegn Aaron Phillips

*Alhassan náði ekki vigt
**Fishgold náði ekki vigt

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular