0

UFC 251 stærsta kvöld UFC síðan Conor-Khabib

UFC 251 var eitt stærsta bardagakvöld í sögu UFC. Kvöldið var mjög stórt sem sýnir áhugann sem er á Jorge Masvidal þessa dagana.

UFC 251 fór fram um síðustu helgi í Abu Dhabi þar sem þrír titilbardagar fóru fram. Samkvæmt The Athletic gerði kvöldið mjög góða hluti á Pay Per View markaðnum. Um 1,3 milljón heimili keyptu bardagakvöldið.

Stærsta bardagakvöld í sögu UFC var UFC 229 þegar Conor McGregor mætti Khabib Nurmagomedov. Um 2,4 milljón heimili keyptu bardagakvöldið. UFC hefur nokkrum sinnum áður átt svona stór bardagakvöld eins um síðustu helgi en á síðustu árum hefur Conor verið hluti af öllum stærstu kvöldunum.

Þetta eru sérstaklega góðar tölur í ljósi þess að UFC hafði bara um viku til að kynna bardaga Masvidal og Usman. Masvidal kom inn með viku fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingur Usman, Gilbert Burns, greindist með kórónaveiruna.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.