Saturday, April 20, 2024
HomeErlentDeiveson Figueiredo loksins kominn til Abu Dhabi fyrir titilbardagann

Deiveson Figueiredo loksins kominn til Abu Dhabi fyrir titilbardagann

Það var ekki auðvelt fyrir Deiveson Figueiredo að koma sér til Abu Dhabi þar sem bardagi hans fer fram á laugardaginn. Figueiredo er þó kominn á áfangastað og tilbúinn í annan titilbardaga.

Deiveson Figueiredo mætir Joseph Benavidez í annað sinn á laugardaginn. Barist er um lausan titilinn í fluguvigt en kapparnir mættust líka um titilinn í febrúar. Figueiredo náði ekki vigt þar og gat því ekki orðið meistari þrátt fyrir að hafa rotað Benavidez.

Benavidez vill meina að hann hafi vankast eftir að höfuð þeirra skullu saman í fyrri bardaganum og fær því annað tækifæri á beltinu. Litlu munaði þó að UFC hefði skipt út Figueiredo.

Figueiredo átti að fljúga frá Sao Paulo til Abu Dhabi þar sem bardaginn fer fram á föstudaginn. Hann mátti þó ekki stíga um borð í vélina þar sem hann reyndist jákvæður í skimun fyrir kórónaveirunni.

Um tíma átti Alexandre Pantoja að koma í staðinn en hann berst einnig á laugardaginn í fluguvigt. Figueiredo var þó sannfærður um að hann væri ekki með kórónaveiruna og taldi prófið vera falskt jákvætt. Figueiredo var með veiruna fyrir tveimur mánuðum síðan og taldi engar líkur á að hann væri enn með veiruna.

Figueiredo var því í einangrun í tvo daga í Sao Paulo. Figueiredo fór í tvær aðrar skimunir sem voru neikvæðar og gat hann því flogið á mánudaginn til Abu Dhabi.

Figueiredo er lentur í Abu Dhabi en þarf að fara í nokkrar skimanir í viðbót fyrir bardagann á laugardaginn rétt eins og aðrir bardagamenn helgarinnar.

Það verður síðan að koma í ljós hvort Figueiredo stenst allar skimanir og hvort hann nái vigt. Figueiredo segist vera í fínni þyngd og ætti að ná 125 punda takmarkinu á föstudaginn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular