Saturday, April 20, 2024
HomeErlentÚrslit UFC on ESPN: Kattar vs. Ige

Úrslit UFC on ESPN: Kattar vs. Ige

UFC var með sitt annað bardagakvöld í Abu Dhabi í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Calvin Kattar og Dan Ige.

Aðalhluti bardagakvöldsins var ágætis skemmtun en allir bardagarnir fóru í dómaraákvörðun. Calvin Kattar var einfaldlega betri en Dan Ige í aðalbardaga kvöldsins. Kattar heldur áfram að klífa upp stigann í fjaðurvigtinni og verður áhugavert að sjá hvað hann fær næst.

Besti bardagi kvöldsins var viðureign Mounir Lazzez og Abdul Razak Alhassan. Nýliðinn Lazzez stóð af sér stórar bombur frá Alhassan í 1. lotu og snéri taflinu við þegar leið á bardagann. Góð frumraun hjá Lazzez en hann óskaði eftir bardaga við Mike Perry.

Khamzat Chimaev átti einnig góða frumraun en hann einfaldlega pakkaði John Phillips saman. Frammistaða Chimaev minnti á léttvigtarmeistarann Khabib Nurmagomedov og er þetta nafn sem vert er að fylgjast með. Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Fjaðurvigt: Calvin Kattar sigraði Dan Ige eftir dómaraákvörðun (49-46, 49-46, 48-47).
Fluguvigt: Tim Elliott sigraði Ryan Benoit eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Fjaðurvigt: Jimmie Rivera sigraði Cody Stamann eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Fluguvigt kvenna: Taila Santos sigraði Molly McCann eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Hentivigt (174 pund): Mounir Lazzez sigraði Abdul Razak Alhassan eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).            

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Millivigt: Khamzat Chimaev sigraði John Phillips með uppgjafartaki (D’Arce choke) eftir 1:12 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Lerone Murphy sigraði Ricardo Ramos með tæknilegu rothöggi eftir 4:18 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Modestas Bukauskas sigraði Andreas Michailidis með tæknilegu rothöggi eftir 5:00 í 1. lotu.
Hentivigt (149 pund): Jared Gordon sigraði Chris Fishgold eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Liana Jojua sigraði Diana Belbiţă með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:23 í 1. lotu.
Bantamvigt: Jack Shore sigraði Aaron Phillips með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:29 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular