Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentHvenær hefst ONE on TNT 3?

Hvenær hefst ONE on TNT 3?

ONE Championship verður með bardagakvöld í kvöld í Singapúr. Kvöldið heitir ONE on TNT 3.

ONE on TNT 3 er þriðja kvöldið af fjórum bardagakvöldum í ONE on TNT seríunni. Kvöldin í seríunni til þessa hafa verið mjög fjörug. ONE hefur plantað flestum af sínum stærstu bardagamönnum á þessi kvöld en kvöldin eru ætluð til að vekja athygli á ONE Championship á Bandaríkjamarkaði. Kvöldið byrjar klukkan 00:30 í kvöld.

Á ONE on TNT 1 kvöldinu, sem var haldið þann 7 apríl, átti sér stað umdeilt atvik. Eddie Alvarez náði andstæðingi sínum Iuri Lapicus í gólfið snemma í fyrstu lotu en kýldi hann með ólöglegum höggum í hnakkann og var dæmdur úr leik.

Eddie Alvarez hefur fengið það í gegn að berjast á ONE on TNT 4 sem haldið verður 28. apríl. Í kvöld mun það svo ráðast gegn hverjum Alvarez berst. Sigurvegarinn úr viðureign Marat Gafurov og Ok Rae Yoon mun tryggja sér bardaga gegn Alvarez strax í næstu viku! Að því gefnu að sigurvegarinn sé nógu heill til að berjast aftur í næstu viku.

Í aðalbardaga kvöldsins mætir fyrrum UFC bardagamaðurinn John Lineker Bandaríkjamanninum Troy Worthen. Lineker hefur komið inn með látum í ONE Championship og unnið báða sína bardaga, síðast á móti fyrrum ONE bantamvigtar meistaranum Kevin Belingon með tæknilegu rothöggi í annarri lotu. Með sigri í kvöld gæti hann tryggt sér bardaga um titilinn.

Upphaflega átti John Lineker að mæta Stephen Loman sem nýverið samdi við ONE. Loman var ein skærasta stjarna Brave CF og var einráður í bantamvigtinni þar undanfarin ár (sömu samtök og Khamzat Chimaev barðist í áður en hann fór í UFC).

Gríðarleg eftirvænting var fyrir þeim bardaga en Loman greindist með Covid-19 og Bandaríkjamaðurinn Troy Worthen (7-1) fenginn í bardagann með stuttum fyrirvara. Worthen var á mikilli siglingu upp listann í ONE en tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í síðasta bardaga. Hann er hungraður í að komast aftur í titilumræðuna og er þetta frábært tækifæri fyrir hann að koma til baka með látum. Bæði Worthen og Lineker eru miklir rotarar og ætti því ekki að koma á óvart að sjá fallegt rothögg enda bardagann.

Kvöldinu er streymt beint frítt á Youtube rás ONE Championship

Einnig er hægt að horfa á streymið hér fyrir neðan:

Bardagakvöldið (hefst kl. 00:30)

Bantamvigt: John Lineker (33-9) gegn Troy Worthen (7-1)
Fluguvigt: Reece McLaren (14-7) gegn Yuya Wakamatsu (13-4)
Muay Thai hentivigt (80 kg): Nieky Holzken gegn John Wayne Parr
Léttvigt: Marat Gafurov (18-3) gegn Ok Rae Yoon (11-3)
Strávigt: Ryuto Sawada (14-5-1) gegn Miao Li Tao (5-3)

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular