spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvernig er að mæta Khabib?

Hvernig er að mæta Khabib?

Khabib Nurmagomedov mætir Justin Gaethje í kvöld. Khabib hefur ótrúlega yfirburði í búrinu en hvernig er eiginlega að mæta honum?

ESPN ræddi við nokkra af fyrrum andstæðingum Khabib til að komast að því hvernig það sé að vera með honum í búrinu.

Dustin Poirier – tapaði fyrir Khabib með hengingu í 3. lotu

Það var erfitt að koma fótavinnunni í gang gegn Khabib þar sem hann veður áfram eins og naut og kemur þér að búrinu. Hann er svo góður upp við búrið, ég hef aldrei séð annað eins. Skilningur hans á jafnvægi og hvernig hann setur þyngdina, það er erfitt að útskýra það en hann er ógeðslega góður. Ef Justin Gaethje getur notað fótavinnuna sína, glímt við hann í miðju búrinu þá á hann séns. En ekki upp við búrið held ég.

https://www.youtube.com/watch?v=F9HqXzhGX5U&t=827s

Al Iaqiunta – tapaði fyrir Khabib eftir dómaraákvörðun

Hann er óhefðbundinn standandi. Standandi gæti hann litið út fyrir að vera frekar grænn þar, en hann er hættulegur þar. Hann er með góða höku.

Edson Barboza – tapaði fyrir Khabib eftir dómaraákvörðun

Hann er mjög sterkur, líkamlega og andlega. Það vita allir hvað hann vill gera og hvað planið er. En samt fer hann þarna og gerir nákvæmlega það sem hann ætlar að gera. Það vita allir hvað hann ætlar að gera en enginn getur stoppað hann. Hann er einn sá besti í sögu léttvigtarinnar.

Michael Johnson – tapaði fyrir Khabib eftir uppgjafartak í 3. lotu.

Þetta var ekkert sturlað sem ég hef aldrei séð áður. Ég var mjög hræddur við fellurnar hans og mér leið ekki vel. Ég setti mjaðmirnar til baka og hafði áhyggjur af fellunni. Fellurnar voru kannski ekki stærsta vandamálið heldur topp stjórnin hans í gólfinu. Hann gefur þér val. Þú getur varist höggum eða þú getur reynt að koma þér upp eða losað úlnliðina þína. Hann er alltaf að sækja og stjórna stöðunni. Það var eins og hann væri í millivigt og ég lítill í léttvigt.

Fólk talar um þessa beinu vinstri sem ég lenti en mér fannst ég aldrei meiða hann eins illa og fólk hélt. Mér fannst hann alls ekki vankaður. Hann gat tekið höggið auðveldlega.

Darrel Horcher – tapaði fyrir Khabib með TKO í 2. lotu.

Mér leið eins og hann væri í léttþungavigt. Lappirnar hans voru eins og steypa. Eftir fyrstu lotuna vissi ég að gæti aldrei losnað undan honum ef hann kæmist ofan á.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular