Frægasti fótboltakappi Svíþjóðar, Zlatan Ibrahimovic, segist vera mikill UFC-aðdáandi og ef ekki hefði verið fyrir fótboltann hefði hann jafnvel orðið atvinnubardagamaður.
Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins í knattspyrnu og einn besti knattspyrnumaður Svíðþjóðar seinasta áratuginn. Ibrahimovic telur sig hafa það sem til þarf til að ná langt í MMA.
Í viðtali við Bleacher Report segir hann frá því að faðir hans vildi að hann yrði lögfræðingur en gat aldrei séð sjálfan sig í því starfi. Ibrahimovic segist horfa mikið á UFC en hann æfði taekwondo sem krakki.
Ibrahimovic er 195 sentímetrar á hæð og væri þá líklega í léttþungavigt eða þungavigt. Stærsta stjarna Svía í MMA er Alexander Gustafsson sem er 196 sentímetrar og keppir í léttþungavigt. Það væri forvitilegt að vita hvort þeir hefðu lent saman í búrinu á einhverjum punkti ef Ibrahimovic hefði farið sömu leið og Gustafsson.
Miðað við taekwondo bakgrunninn og spörkin hans hér að neðan má ætla að hann myndi vera mikið fyrir spörkin í MMA.