spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvernig hefði Zlatan Ibrahimovic staðið sig í búrinu?

Hvernig hefði Zlatan Ibrahimovic staðið sig í búrinu?

Paris St Germain's Zlatan Ibrahimovic celebrates after scoring a goal against Caen during their French Ligue 1 soccer match at Parc des Princes stadium in Paris, February 14, 2015.  REUTERS/Philippe Wojazer (FRANCE - Tags: SPORT SOCCER) ORG XMIT: PHW50

Frægasti fótboltakappi Svíþjóðar, Zlatan Ibrahimovic, segist vera mikill UFC-aðdáandi og ef ekki hefði verið fyrir fótboltann hefði hann jafnvel orðið atvinnubardagamaður.

Zlatan Ibrahimovic er fyrirliði sænska landsliðsins í knattspyrnu og einn besti knattspyrnumaður Svíðþjóðar seinasta áratuginn. Ibrahimovic telur sig hafa það sem til þarf til að ná langt í MMA.

Í viðtali við Bleacher Report segir hann frá því að faðir hans vildi að hann yrði lögfræðingur en gat aldrei séð sjálfan sig í því starfi. Ibrahimovic segist horfa mikið á UFC en hann æfði taekwondo sem krakki.

Ibrahimovic er 195 sentímetrar á hæð og væri þá líklega í léttþungavigt eða þungavigt. Stærsta stjarna Svía í MMA er Alexander Gustafsson sem er 196 sentímetrar og keppir í léttþungavigt. Það væri forvitilegt að vita hvort þeir hefðu lent saman í búrinu á einhverjum punkti ef Ibrahimovic hefði farið sömu leið og Gustafsson.

Miðað við taekwondo bakgrunninn og spörkin hans hér að neðan má ætla að hann myndi vera mikið fyrir spörkin í MMA.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular