Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentKvikmynd um Jose Aldo í bígerð

Kvikmynd um Jose Aldo í bígerð

jose_loreto
Loreto í hlutverki sínu sem Aldo en búið er að farða ör líkt og Aldo er með.

Upptökur á kvikmynd í fullri lengd um Jose Aldo standa nú yfir í Brasilíu. Myndin fjallar um upprisu Jose Aldo úr fátæktarhverfum Brasilíu yfir í MMA stjörnu.

Upphaflega átti myndin að koma út árið 2012 en framleiðsla á myndinni hefur tafist. Upptökur hófust loksins í júní en myndin verður gefin út í janúar eða febrúar á næsta ári. Myndin er framleidd af brasilíska framleiðslufyrirtækinu Paris Filmes.

Leikarinn José Loreto mun leika Jose Aldo en hann er þekktur fyrir leik sinn í sápuóperum í Brasilíu. Það sem vekur helst athygli er að Loreto er 15 cm hærri en hinn 170 cm hái Aldo. Leikkonan Cléo Pires mun leika eiginkonu Aldo. Eiginkona Aldo hefur staðið lengi með honum og mun Pires væntanlega leika stórt hlutverk.

aldo kona
Leikkonan Cléo Pires.

Myndin mun einblína á uppgang Jose Aldo úr fátæktarhverfum Brasilíu. Aldo hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævi sinni og átti lítið fé milli handanna. Á einum tímapunkti hafði hann ekki borðað í nokkra daga en þjálfarar hans tóku eftir hve vannærður hann leit út fyrir að vera. Þjálfararnir þurftu oft að gefa honum að borða þegar Aldo var á táningsárum sínum.

„Þetta er saga um upprisu Aldo úr engu og saga um ást,“ segir einn af framleiðendum myndarinnar.

UFC hefur fjárfest í myndinni og fá framleiðendur leyfi til að nota vörumerki UFC í myndinni.

Jose Aldo og Jose Loreto
Jose Aldo og Jose Loreto
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular