Thursday, March 28, 2024
HomeErlentRomero-Jacare bætt við UFC 194

Romero-Jacare bætt við UFC 194

souza-and-romeroEnn bætast við frábærir bardagar á UFC 194. Í gærkvöldi var það staðfest að Yoel Romero og Ronaldo ‘Jacare’ Souza munu mætast á risabardagakvöldinu í desember. Á bardagakvöldinu verður bardagi Jose Aldo og Conor McGregor og þá munu þeir Chris Weidman og Luke Rockhold berjast um millivigtartitilinn.

Þetta er í þriðja sinn sem UFC reynir að setja þennan bardaga saman. Romero og Jacare áttu fyrst að mætast á UFC 184 í febrúar en rúmum mánuði fyrir bardagann meiddist Jacare. UFC reyndi aftur að setja saman bardagann í apríl á UFC on Fox 15 bardagakvöldinu en í þetta sinn meiddist Romero aðeins viku fyrir bardagann. Við skulum vona að loksins verði af þessum bardaga.

Viðureignin er gríðarlega spennandi fyrir margar sakir. Sigurvegarinn mun líklegast fá næsta titilbardaga en báðir hafa verið á mikilli siglingu. Romero hefur sigrað alla sex bardaga sína í UFC og Jacare sigrað alla fimm bardaga sína.

Að auki er þetta spennandi viðureign út frá tæknilegu sjónarmiði. Jacare er einn besti gólfglímumaður allra tíma og margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Á sama tíma er Romero frábær í ólympískri glímu og hlaut silfurverðlaun á ólympíuleikunum árið 2000. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessi viðureign mun spilast.

UFC 194 fer fram þann 12. desember í Las Vegas en í aðalbardaganum mætast þeir Conor McGregor og Jose Aldo um fjaðurvigtartitilinn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular