spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvernig varð Conor-Floyd bardaginn til?

Hvernig varð Conor-Floyd bardaginn til?

Þeir Conor McGregor og Floyd Mayweather mætast í ágúst í risa boxbardaga. Bardaginn var lengi í smíðum en hvenær varð þessi hugmynd til að láta MMA stjörnuna Conor McGregor mæta boxaranum Floyd Mayweather?

Það má segja að þetta hafi allt byrjað í apríl 2015. Í viðtali við Esquire sagði Conor að hann myndi drepa Mayweather á 30 sekúndum ef hann myndi mæta honum í MMA. Floyd var ekki lengi að svara og sagði að Conor væri bara djók og að hann tæki hann ekki alvarlega.

Á þessum tíma var Conor að undirbúa sig fyrir titilbardaga gegn Jose Aldo á UFC 189. Aldo neyddist til þess að draga sig úr bardaganum og kom Chad Mendes í hans stað. Skömmu fyrir bardagann mætti Conor í spjall hjá Conan O’Brien. Í þetta sinn talaði hann ekki um að mæta Floyd í MMA heldur í boxi

„Ég myndi boxa við hann ef tækifærið gefst,“ sagði Conor í þættinum hjá Conan. Þess má geta að Conan O’Brien keypti hlut í UFC í fyrra ásamt 23 öðrum stjörnum.

Fram að því höfðu fjölmiðlar skapað umræðu um mögulegan bardaga Rondu Rousey gegn Mayweather enda var Ronduæðið á toppnum á þeim tíma. Sá bardagi var eintóm fantasía og hefði aldrei farið fram. Það sama virtist vera í gangi með Conor-Floyd bardagann.

Í viðtali við Fight Hype þann 30. desember 2015 minntist Floyd á sorakjaft Conor og blandaði kynþætti í umræðuna. „Þeir segja að hann drulli yfir allt og alla og fólk hrósar honum fyrir það en þegar ég geri það er ég sagður hrokafullur og montinn. Eins og ég hef áður sagt, ég er enginn rasisti en rasismi er enn til staðar í bardagaíþróttum,“ sagði Floyd.

„Ekki dirfast til að blanda kynþátt í velgengni mína,“ svaraði Conor á samfélagsmiðlum.

Conor hætti í rúman rólarhring í apríl 2016 en mánuði síðar voru orðrómarnir aftur komnir á kreik. The Sun fullyrti að risabardaginn væri nánast orðinn staðfestur. Slúðurmiðillinn sagðist hafa heimildir fyrir því að bardaginn færi fram um sumarið. Floyd átti að fá 100 milljónir dollara en Conor aðeins sjö milljónir. Dana White, forseti UFC, var ekki lengi að skjóta það bull niður en Conor McGregor stríddi aðdáendum með því að pósta þessari mynd á Twitter.

Eftir allt var það svo Floyd Mayweather sem byrjaði þennan orðróm og var boltinn kominn á flug. MMA fjölmiðlarnir höfðu enga trú á að þetta gæti gerst en aðrir fjölmiðlar gátu ekki hætt að pæla í þessum mögulega bardaga. Fólkið hafði áhuga á að lesa um bardagann þó fáir hafi haft trú á að bardaginn færi fram.

Orðrómurinn fór í dvala eftir að Conor tapaði fyrir Nate Diaz á UFC 196. Hann vann svo Nate Diaz í enduratinu á UFC 202 og varð svo tvöfaldur UFC meistari eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205. Boltinn fór aftur af stað þegar í ljós kom að Conor hafði fengið keppnisleyfi í boxi í Kaliforníu þann 30. nóvember.

Í janúar má segja að boltinn hafi farið á fleygiferð. Mayweather bauð Conor 15 milljónir dollara fyrir bardagann og hluta af Pay Per View sölunni en sjálfur myndi hann fá 100 milljónir dollara.

Dana White, sem hafði þá alltaf skotið þennan bardaga strax í kaf, kom verulega á óvart þegar hann bauð þeim Floyd og Conor 25 milljónir dollara fyrir bardagann. Þarna var alvara komin í málið, forseti UFC farinn að tala um bardagann og þetta var ekki lengur bara eitthvað grín. Þetta gæti kannski gerst en langur vegur var framundan.

25 milljón dollara tilboð White væri frábært fyrir hvaða bardagamenn sem er en hreinlega móðgun fyrir mann eins og Floyd Mayweather. Það skipti ekki máli því í fyrsta sinn var Dana White farinn að tala um að þetta gæti mögulega gerst.

Floyd fór í smá Evrópureisu og þar hvatti hann Conor til að skrifa undir svo þeir gætu látið þetta gerast.

https://www.youtube.com/watch?v=ZPZPRm17kI4

Nokkrum dögum síðar tilkynnti Floyd að hann væri ekki lengur hættur og ætlaði sér að snúa aftur í hringinn til að mæta Conor McGregor. Skref fyrir skref var bardaginn að færast nær. Dana White talaði um að líklega myndi bardaginn fara fram enda háar upphæðir í húfi.

Þann 18. maí tilkynnti Dana White að samkomulag hefði náðst á milli UFC og Conor McGregor fyrir boxbardagann gegn Floyd. „Samkomulag við McGregor hefur náðst. Núna fer ég að vinna í samkomulagi við Mayweather. Ef við náum samkomulagi við Al Haymon og Mayweather mun bardaginn fara fram. Þetta verður boxbardagi,“ sagði White.

Stærsta hindrunin, að ná samkomulagi við Floyd, var enn eftir en á þessum tímapunkti virtist það aðeins vera tímaspursmál hvenær bardaginn yrði tilkynntur. Bardaginn var svo staðfestur miðvikudaginn 14. júní og fer hann fram þann 26. ágúst í T-Mobile Arena í Las Vegas.

Heimild: ESPN

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular