spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHvernig verður 2014 fyrir UFC?

Hvernig verður 2014 fyrir UFC?

gsp silvaÁrið 2013 var virkilega skemmtilegt fyrir MMA áhugamenn en það verður áhugavert að sjá hvernig 2014 þróast. Eins og staðan er núna munu tvær stærstu stjörnur UFC, Anderson Silva og George St. Pierre, ekki berjast á næsta ári. Þeir tveir eru lang stærstu stjörnur UFC sé litið til “pay per view” kaupa. Þegar þeir eru í aðal bardaga kvöldsins nær UFC að selja að minnsta kosti um 700-900.000 “pay per view” en aðrir komast ekki nálægt þessum tölum.

Það er ljóst að UFC er að mistakast að gera stærri stjörnur úr hinum meisturum sínum. Þó Cain Velasquez sé frábær bardagamaður þá seldist UFC 166 ekki í nema 300.000 “pay per views”. Meistarinn þykir ekki nógu skemmtilegur í viðtölum og skortir allan persónuleika. UFC hefur reynt að markaðssetja hann að mexíkönskum aðdáendum en boxið virðist ennþá vera mun vinsælla meðal þeirra.

Þó Jon Jones sé yfirburðar bardagamaður í léttþungavigtinni og hefur sigrað hvern andstæðinginn á eftir öðrum er hann ekki að selja nema í kringum 400.000 “pay per views”. Þó Jon Jones sé frábær bardagamaður þá þykir hann hrokafullur og leiðinlegur persónuleiki og það gæti verið ástæða þess að hann er ekki stærri stjarna. Það er undarlegt að horfa á Jones í viðtölum en hann nær einhvern veginn alltaf að koma illa út. Hann hefur rústað öllum andstæðingum sínum hingað til nema Alexander Gustafsson en samt eru fáir kaupa UFC bardagakvöld þegar hann berst.

Jose Aldo, Renan Barao og Demitrious Johnson ná yfirleitt að selja um 300.000 “pay per view” eða minna þrátt fyrir að vera ótrúlega hæfileikaríkir bardagamenn. Ronda Rousey er dálítið óskrifað blað en ekki er hægt að taka alveg mark á tölum eftir UFC 168 þar sem Anderson Silva var í aðal bardaganum þar. Hún gæti orðið stærsta stjarna UFC á þessu ári. Chris Weidman er annar bardagamaður sem gæti orðið mjög vinsæll meðal áhorfenda og jafnvel orðið stærsta stjarnan þeirra. Hann þarf þó fyrst og fremst að sigra mjög verðuga andstæðinga til að halda í millivigtartitilinn.

Það er ljóst að UFC hefur misst þrjár lang stærstu stjörnur sínar á undanförnum árum en Brock Lesnar, George St. Pierre og Anderson Silva eru allir gríðarlega vinsælir. 2013 gæti orðið erfitt ár fyrir UFC fjárhagslega þegar litið er til “pay per view” kaupa en hver veit nema ný stjarna rísi á þessu ári.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular