spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHvers vegna ætlar Conor McGregor að hætta?

Hvers vegna ætlar Conor McGregor að hætta?

conor mcgregor jose aldo
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eins og við greindum frá í kvöld hefur Conor McGregor ákveðið að hætta í MMA. Þetta eru gífurlega óvænt tíðindi enda maðurinn aðeins 27 ára gamall. En hvaða ástæður gætu legið þarna að baki?

Margir halda að þetta sé aðeins Conor McGregor að leika sér að netheimum. Núna er hann á allra vörum og á morgun mun hann tilkynna eitthvað allt annað. Þetta sé allt einn stór leikur til að fá smá athygli.

Ef marka má ummæli Ariel Helwani á Twitter er þetta ekkert grín. Honum er alvara og segist hann vera hættur.

Önnur tilgátan er sú að dauði bardagamannsins Joao Carvalho hafi haft mikil áhrif á McGregor sem var viðstaddur bardagann. Portúgalski bardagamaðurinn Joao Carvalho lést í síðustu viku eftir að hafa barist við liðsfélaga McGregor. Írinn tók fráfallið afar nærri sér og lýsti yfir mikilli sorg á opinberri Facebook síðu sinni.

Skömmu áður en hann fékk samning við UFC íhugaði hann að hætta í MMA eftir að liðsfélagar hans hefðu lent í slæmum meiðslum. Kannski hefur fráfall Carvalho haft þau áhrif á McGregor að honum langi hreinlega ekki lengur að keppa í MMA?

Ein tilgátan heldur því fram að Georges St. Pierre muni snúa aftur í MMA. Hann muni því berjast á UFC 200 og verða í aðalbardaganum á kostnað McGregor og hugsanlega gegn Nate Diaz. Conor McGregor og Nate Diaz áttu að mætast í aðalbardaganum á UFC 200 í júlí en hugsanlega hefur UFC ákveðið að setja McGregor í næstsíðasta bardagann (e. co-main event) og sett St. Pierre í aðalbardagann á hans kostnað. Það sé nokkuð sem McGregor sætti sig ekki við og því ákveðið að hætta.

Kannski er þetta bara taktík hjá McGregor að fá betri samning við UFC. McGregor fékk nýjan samning eftir bardagann gegn Jose Aldo og er sá stærsti í sögu MMA. Það yrði ansi svekkjandi að sjá McGregor hætta eftir samningadeilur.

Einhverjir halda því fram að Conor McGregor sé meiddur og í stað þess að bakka út úr bardaga (líkt og hann hefur gagnrýnt svo marga bardagamenn fyrir að gera) þá ákveði hann að hætta tímabundið. MMA Fréttir getur þó staðfest að McGregor hafi æft áðan í Mjölni og var ekki að sjá að hann ætti við meiðsli að stríða.

Enn aðrir halda því fram að McGregor hafi fallið á lyfjaprófi. Það ku vera flóknara ferli ef íþróttamenn sem eru hættir falla á lyfjaprófum en þessar ágiskanir eru algjörlega út í loftið.

Allt eru þetta þó aðeins vangaveltur og ómögulegt að vita hver ástæðan fyrir þessari ákvörðun hans sé.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular