Árið 2016 hefur verið slæmt ár fyrir meistarana í UFC. Fáum hefur tekist að verja titlana sína og höfum við fengið sjö nýja meistara í UFC á þessu ári.
Með tilkomu allra þessara nýju meistara er gaman að skoða hverjir hafa haldið beltinu lengst. Þar er Demetrious Johnson langt á undan kollegum sínum og komast aðrir ekki með tærnar þar sem hann er með hælana.
Það má sjá ansi mörg núll í töflunni hér að neðan enda margir nýjir meistarar. Aðeins Robbie Lawler (varð hann gegn Carlos Condit í janúar), Demetrious Johnson, Dominick Cruz og Joanna Jedrzejczyk hafa varið titl sinn í ár.
Demetrious Johnson er sá sem haldið hefur sínum titli lengst í dag og er langt á undan næsta meistara, Joanna Jedrzejczyk, sem er með þrjár titilvarnir. Það er ekki annað hægt en að dást aðeins að afrekum Johnson þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Er hann besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, í dag?
Þyngdarflokkur | Meistari | Síðan? | Titilvarnir |
Þungavigt | Stipe Miocic | 14. maí 2016 | 0 |
Léttþungavigt | Daniel Cormier | 23. maí 2015 | 1 |
Léttþungavigt* | Jon Jones | 23. apríl 2016 | 0 |
Millivigt | Michael Bisping | 4. júní 2016 | 0 |
Veltivigt | Tyron Woodley | 30. júlí 2016 | 0 |
Léttvigt | Eddie Alvarez | 7. júlí 2016 | 0 |
Fjaðurvigt | Conor McGregor | 12. desember 2015 | 0 |
Fjaðurvigt** | Jose Aldo | 9. júlí 2016 | 0 |
Bantamvigt | Dominick Cruz | 17. janúar 2016 | 1 |
Fluguvigt | Demetrious Johnson | 22. september 2012 | 8 |
Bantamvigt kvenna | Amanda Nunes | 9. júlí 2016 | 0 |
Strávigt kvenna | Joanna Jedrzejczyk | 14. maí 2015 | 3 |
*Bráðabirgðarmeistari í léttþungavigt
**Bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt