spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaInga Birna og Eiður glímufólk ársins 2017

Inga Birna og Eiður glímufólk ársins 2017

Þau Eiður Sigurðsson og Inga Birna Ársælsdóttir voru í kvöld útnefnd glímufólk ársins af BJJ sambandi Íslands, BJÍ. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin eru veitt og eru þau vel að þessu komin.

Það voru þau Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC og Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni sem hlutu verðlaunin í fyrra. BJÍ stendur fyrir valinu og var biðlað til tveggja fulltrúa hvers aðildarfélags að koma með tilnefningu til verðlaunanna af því er fram kemur á vef BJÍ.

Í ár var það Inga Birna Ársælsdóttir úr Mjölni sem var glímukona ársins. Inga Birna var dugleg að keppa á liðnu ári og þá sérstaklega erlendis. Hún nældi sér í tvöfalt brons á Nordic Open í mars, brons á Copenhagen Open í september, vann Grettismót Mjölnis í október, hafnaði í 2. sæti í sínum flokki á Íslandsmeistaramótinu og tók að lokum silfur í sínum flokki á NAGA mótinu sem fram fór í París í nóvember.

Eiður Sigurðsson (RVK MMA) var einnig duglegur að keppa á þessu ári. Hér heima varð Eiður Íslandsmeistari í sínum flokki, sigraði sinn flokk á Grettismótinu og hafnaði í 2. sæti í opnum flokki. Hann nældi sér í brons á British Nationals bæði í gi og nogi, vann brons einnig á NAGA á Írlandi í nogi og varð í öðru sæti í gi. Þá keppti hann einnig á NAGA í Þýskalandi þar sem hann lenti í 4. sæti auk þess að fara á bæði Nordic Open Grappling og Nordic BJJ Open. Þess má geta að Eiður situr í stjórn BJÍ og stýrði meðal annars Íslandsmeistaramóti barna og unglinga á haustdögum.

Þau eru vel að þessu komin og óskum við þeim til hamingju með verðlaunin.

*Mynd frá BJÍ.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular