spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaIngibjörg Helga tapaði eftir klofna dómaraákvörðun

Ingibjörg Helga tapaði eftir klofna dómaraákvörðun

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir tapaði því miður í undanúrslitum á Evrópumótinu í MMA rétt í þessu. Ingibjörg tapaði eftir klofna dómaraákvörðun í spennandi bardaga og er því úr leik í ár.

Ingibjörg mætti Ilaria Norcia frá Ítalíu í dag eftir að hafa unnið Inka Räty frá Finnlandi í gær. Þetta var því 2. MMA bardagi Ingibjargar eftir frumraun sína í gær.

Ingibjörg var greinilega hæstánægð með að vera þarna enda var hún skælbrosandi þegar hún gekk í búrið og á meðan hún var í búrinu. Ingibjörg byrjaði vel og náði snemma beinni hægri sem var föst. Ingibjörg stjórnaði pressunni allan tímann í 1. lotu en sú ítalska reyndi að beita gagnárásum. Norcia komast betur inn í bardagann þegar á leið en Ingibjörg tók 1. lotuna örugglega.

2. lota var talsvert jafnari og náðu báðar góðum höggum inn. Þriðja lotan var sömuleiðis nokkuð jöfn framan af en lentu í „clinch“ baráttu í lok lotunnar þar sem Norcia náði hnésparki og nokkrum höggum. Ingibjörg náði þó að komast í betri stöðu og kláraðist bardaginn þar sem hún var að lenda þungum höggum upp við búrið. Jafn bardagi en undirritaður taldi að Ingibjörg hefði gert meira.

Dómararnir voru greinilega ekki allir á sama máli en Norcia sigraði eftir klofna dómaraákvörðun. Tveir dómarar töldu að Norcia hefði unnið tvær lotur af þremur á meðan einn dómari taldi að Ingibjörg hefði unnið tvær lotur. Ingibjörg er þar með úr leik á Evrópumótinu í MMA í ár en vonandi verður þetta ekki það síðasta sem við sjáum frá Ingibjörgu í MMA búrinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular