0

Rafael dos Anjos hélt að eyrað myndi detta af í bardaganum gegn Covington

Embed from Getty Images

Rafael dos Anjos fékk skurð á eyrað í bardaganum gegn Colby Covington. Dos Anjos hélt að eyrað myndi detta af í bardaganum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fær skurð á eyrað.

Rafael dos Anjos tapaði fyrir Colby Covington á UFC 225 í júní. Snemma í bardaganum fékk hann skurð fyrir aftan eyrað og fékk hann saum í eyrað strax eftir bardagann. Skurðurinn var þó mjög djúpur og óttaðist dos Anjos að eyrað myndi falla af í bardaganum.

Dos Anjos hefur fimm sinnum fengið skurð á vinstra eyrað og fékk meira að segja skurð á eyrað tveimur vikum fyrir UFC 225. Á dögunum fór hann í aðgerð til að laga eyrað almennilega og koma í veg fyrir að hann fái stöðugt skurði á eyrað. Dos Anjos verður frá æfingum í að hámarki sex vikur vegna aðgerðarinnar.

Dos Anjos birti þessa mynd á Instagram Stories.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.