Ingibjörg Hulda Jónsdóttir úr Fenri tók silfur á London International Open sem fram fór um helgina. Mótið er stórt alþjóðlegt mót haldið af alþjóðlega jiu-jitsu sambandinu, IBJJF.
Ingibjörg Hulda keppti í -74 kg flokki hvítbeltinga og sigraði fyrstu glímuna sína á stigum eftir að hafa “passað guardið” (komast framhjá löppunum) á andstæðingi sínum. Í seinni glímu hennar mætti hún stelpu frá Gracie Barra í úrslitum þar sem Ingibjörg þurfti að lúta í lægra haldi. Andstæðingur hennar náði fellu og “guardpassi” og sigraði á stigum.
Ingibjörg var ekki eini Íslendingurinn sem keppti á mótinu en Gunnar Jarl Gunnarsson keppti einnig á mótinu. Hann komst ekki á pall en stóð sig þó vel en Gunnar kemur úr Fenri en býr nú og í London. Þar æfir Gunnar í Roger Gracie klúbbnum en Roger er einn fremsti jiu-jitsu maður heims.
Þess má geta að Fenrir fjölmennti á þetta mót í fyrra þar sem þau unnu til 10 verðlauna.