Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaIngibjörg Hulda tók silfur á London Open

Ingibjörg Hulda tók silfur á London Open

ingijbörg huldaIngibjörg Hulda Jónsdóttir úr Fenri tók silfur á London International Open sem fram fór um helgina. Mótið er stórt alþjóðlegt mót haldið af alþjóðlega jiu-jitsu sambandinu, IBJJF.

Ingibjörg Hulda keppti í -74 kg flokki hvítbeltinga og sigraði fyrstu glímuna sína á stigum eftir að hafa “passað guardið” (komast framhjá löppunum) á andstæðingi sínum. Í seinni glímu hennar mætti hún stelpu frá Gracie Barra í úrslitum þar sem Ingibjörg þurfti að lúta í lægra haldi. Andstæðingur hennar náði fellu og “guardpassi” og sigraði á stigum.

Ingibjörg var ekki eini Íslendingurinn sem keppti á mótinu en Gunnar Jarl Gunnarsson keppti einnig á mótinu. Hann komst ekki á pall en stóð sig þó vel en Gunnar kemur úr Fenri en býr nú og í London. Þar æfir Gunnar í Roger Gracie klúbbnum en Roger er einn fremsti jiu-jitsu maður heims.

Þess má geta að Fenrir fjölmennti á þetta mót í fyrra þar sem þau unnu til 10 verðlauna.

ingibjörg hulda 2
Ingibjörg Hulda með silfrið.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular