Bardagi Ion Cutelaba og Magomed Ankalaev sem átti að vera í kvöld hefur verið blásinn af. Cutelaba hefur aftur greinst með kórónuveiruna og fær því ekki að berjast.
Fyrr í kvöld tilkynnti UFC að Cutelaba hefði greinst með kórónuveiruna í dag. Cutelaba fór í nokkrar skimanir fyrir veirunni í vikunni og kom í ljós í dag að hann væri með veiruna.
Það hefur verið erfitt að klára þennan bardaga. Cutelaba og Ankalaev mættust í febrúar þar sem bardagi þeirra endaði með umdeildum hætti. UFC hefur reynt að setja bardagann aftur saman nokkrum sinnum síðan þá en ekki tekist.
UFC reyndi fyrst að setja enduratið á UFC 249 áður en því kvöldi var frestað. Síðan átti bardaginn að vera á UFC 252 en þá fékk Cutelaba kórónaveiruna nokkrum dögum fyrir bardagann.
UFC frestaði því bardaganum um þrjár vikur og átti að vera í kvöld. UFC ætlar að bóka bardagann í fimmta sinn þegar Cutelaba reynist ekki lengur vera með veiruna.