spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIon Cutelaba aftur með kórónaveiruna og berst ekki í kvöld

Ion Cutelaba aftur með kórónaveiruna og berst ekki í kvöld

Bardagi Ion Cutelaba og Magomed Ankalaev sem átti að vera í kvöld hefur verið blásinn af. Cutelaba hefur aftur greinst með kórónuveiruna og fær því ekki að berjast.

Fyrr í kvöld tilkynnti UFC að Cutelaba hefði greinst með kórónuveiruna í dag. Cutelaba fór í nokkrar skimanir fyrir veirunni í vikunni og kom í ljós í dag að hann væri með veiruna.

Það hefur verið erfitt að klára þennan bardaga. Cutelaba og Ankalaev mættust í febrúar þar sem bardagi þeirra endaði með umdeildum hætti. UFC hefur reynt að setja bardagann aftur saman nokkrum sinnum síðan þá en ekki tekist.

UFC reyndi fyrst að setja enduratið á UFC 249 áður en því kvöldi var frestað. Síðan átti bardaginn að vera á UFC 252 en þá fékk Cutelaba kórónaveiruna nokkrum dögum fyrir bardagann.

UFC frestaði því bardaganum um þrjár vikur og átti að vera í kvöld. UFC ætlar að bóka bardagann í fimmta sinn þegar Cutelaba reynist ekki lengur vera með veiruna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular