Saturday, April 20, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Smith vs. Rakic

Úrslit UFC Fight Night: Smith vs. Rakic

UFC var með fínasta bardagakvöld í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Anthony Smith og Alexander Rakic.

Alexander Rakic sigraði Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. Rakic byrjaði bardagann strax með föstum lágspörkum og limpaðist Smith niður strax í 1. lotu eftir nokkur góð lágspörk. Rakic fylgdi honum eftir í gólfið en gerði lítið þar. Í 2. lotu reyndi Smith misheppnaða fellu og komst Rakic aftur ofan á í gólfinu. Rakic stjórnaði Smith í gólfinu án þess að gera mikinn skaða.

Í 3. lotu reyndi Smith að komast á bakið á Rakic en rann af honum og endaði því enn og aftur undir Rakic. Það sama var uppi á teningnum þar sem Rakic stjórnaði Smith í gólfinu, lenti nokkrum höggum en ekkert með stórkostlegum þunga. Bardaginn var bara þrjár lotur þar sem bardaginn var settur saman með skömmum fyrirvara og vann Rakic allar loturnar.

Robbie Lawler snéri aftur í búrið eftir árs fjarveru þegar hann mætti Neil Magny. Lawler komst aldrei á skrið en Magny leyfði honum aldrei að stjórna bardaganum. Magny tók Lawler niður og var öflugri í „clinchinu“ allar loturnar. Þetta er stærsti sigur ferilsins hjá Magny en hann er nú með næstflesta sigra í sögu veltivigtar UFC (17 talsins) á eftir Georges St. Pierre.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Alexander Rakic sigraði Anthony Smith eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-27, 30-27).
Veltivigt: Neil Magny sigraði Robbie Lawler eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fluguvigt kvenna: Alexa Grasso sigraði Ji Yeon Kim eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fjaðurvigt: Ricardo Lamas sigraði Bill Algeo eftir dómaraákvörðun (29-27, 29-27, 29-27).

Upphitunarbardagar:

Millivigt: Impa Kasanganay sigraði Maki Pitolo eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Zak Cummings sigraði Alessio Di Chiricoe eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (151 pund): Alex Caceres sigraði Austin Springer með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:38 í 1. lotu.
Veltivigt: Sean Brady sigraði Christian Aguilera með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 1:47 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Polyana Viana sigraði Emily Whitmire með uppgjafartaki (armbar) eftir 1:53 í 1. lotu.
Hentivigt (117 pund): Mallory Martin sigraði Hannah Cifers með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:33 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular