0

Jorge Masvidal hjálpar Tyron Woodley fyrir bardagann gegn Colby Covington

Tyron Woodley mætir Colby Covington síðar í september. Woodley hefur fengið gamlan vin til að aðstoða sig fyrir bardagann.

Tyron Woodley og Colby Covington hafa lengi eldað grátt silfur saman. Rígur þeirra hefur staðið lengi yfir og verið pólitískur um tíma hjá Trump stuðningsmanninum Covington. Þeir mætast loksins þann 19. september í aðalbardaga kvöldsins.

Jorge Masvidal hefur rétt Woodley hjálparhönd og aðstoðað hann fyrir bardagann gegn Covington. Saman æfa þeir hjá American Top Team Evolution en Colby Covington hefur nýverið yfirgefið American Top Team liðið.

Covington og Masvidal voru perluvinir og bjuggu saman um tíma áður en þeir fóru að þéna almennilega sem bardagamenn. Vinskapi þeirra lauk í fyrra og eiga þeir nú í opinberum illdeilum. Masvidal ætlar því greinilega að gera sitt til að hjálpa Woodley að sigra Covington.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.