spot_img
Friday, April 11, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIslam vill sjá hvernig Belal vs. JDM fer áður en hann ákveður...

Islam vill sjá hvernig Belal vs. JDM fer áður en hann ákveður næsta bardaga

Mikið hefur verið rætt um næsta mögulega bardaga UFC léttvigtarmeistarans Islam Makhachev en hann stendur frammi fyrir sinni fimmtu titilvörn. Islam varði beltið síðast gegn Renato Moicano sem hann sigraði með uppgjafartaki í fyrstu lotu eftir að Arman Tsarukyan dróg sig úr keppni með nánast engum fyrirvara.

Fjaðurvigtarmeistarinn Ilia Topuria hefur yfirgefið þyngdarflokkinn sinn og tilheyrandi belti og stefnir á léttvigtina og beltið hans Islam. Islam segir sjálfur að hann sé þreyttur á gagnrýnisröddum sem segja hann hafi bara unnið “litla menn” og á þar við fyrrverandi fjaðurvigtarmeistarann Alexander Volkanovski sem fékk tvö tækifæri til þess að koma höndum sínum yfir léttvigtarbeltið í titilbardögum gegn Islam. Islam segir að ef hann vinnur Topuria munu sömu gagnrýnisraddir heyrast og segja hann bara vinna þessa “litlu menn”.

Topuria heldur því fram að honum hafi verið lofað að fá að fara beint í titilbardaga gegn Islam fyrir það að hafa lagt frá sér fjaðurvigtarbeltið og flutt sig varanlega yfir í léttvigtina en samkvæmt Henry Cejudo vill Khabib Nurmagomedov, langtíma æfingafélagi og nú þjálfari Islam, að Topuria berjist fyrst við fyrsta titiláskoranda léttvigtarinnar sem er Arman Tsarukyan. Javier Mendez, þjálfari Islam, hefur nefnt Justin Gaethje sem rétta manninn til að mæta Islam næst.

Islam hefur oft sagt að hans draumur sé að færa sig upp í veltivigtina og verða tvöfaldur meistari en meistarinn í þeim þyngdarflokki er Belal Muhammad. Islam og Belal hafa æft mikið saman undanfarið og eru orðnir góðir persónulegir vinir og deila til að mynda umboðsmanni. Islam hefur sagt að Belal hafi eyðilagt þennan draum sinn en hefur ýjað að því að staðan á toppi veltivigtar þyngdarflokksins gæti breyst og hann vilji sjá til hvað gerist þar. Nýlega hafa óstaðfestar heimildir heyrst á netheimum að Islam vilji bíða með að ákveða næsta bardaga sinn fyrr en niðurstöður úr viðureign Belal Muhammad og Jack Della Maddalena liggja fyrir en þeir munu mætast 10. maí í aðalbardaga UFC 315. Ef að Maddalena sigrar Belal þá vill Islam færa sig upp og mæta honum.

Það er því ýmislegt í kortunum og áhugavert verður að fylgjast með gangi mála á næstu misserum en nokkuð ljóst er að ansi margir myndu telja Islam mjög sigurstranglegan ef hann fengi tækifærið á að mæta Jack Della Maddalena í titilbardaga fyrir veltivigtarbeltið.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið