Íslandsmeistaramót ungmenna í brasilísku jiu-jitsu fer fram á laugardaginn í húsnæði Sleipnis á Iðavöllum. Keppt verður í aldursflokkum ungmenna fædd 1997-2006.
Keppt verður í fjórum mismunandi aldursflokkum. Í yngstu aldursflokkunum (8-10 ára og 11-12 ára) eru engin uppgjafartök og aðeins hægt að sigra eftir stigagjöf. Í 13-14 ára og 15-17 ára er hins vegar bæði hægt að sigra eftir stigagjöf og uppgjafartök.
Mótsgjald er 1500 kr. og rennur skráningarfrestur út á miðnætti í kvöld, 5. nóvember. Mótið fer fram í húsakynnum Sleipnis á Iðavöllum 12 í Reykjanesbæ. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan:
09:00 Vigtun (í galla) yngri hópar
10:00-12:00
8-10 ára: Glímulengd 3 mín. Einungis stöður og stig.
11-12 ára: Glímulengd 4 min Einungis stöður og stig.
11:00-11:30 Vigtun (í galla) eldri hópar
12:00-14:00
13-14 ára: Glímulengd 5 mín
15-17ára: Glímulengd 5 mín
(Ath dagskrá er einungis til viðmiðunar. Breytingar geta orðið á dagskrá þegar nær líður móti. Loka tímasetningar verða klárar fimmtudaginn 6. nóvember)