0

Íslandsmeistaramót ungmenna í BJJ fer fram á laugardaginn

Íslandsmeistaramót ungmenna í brasilísku jiu-jitsu fer fram á laugardaginn í húsnæði Sleipnis á Iðavöllum. Keppt verður í aldursflokkum ungmenna fædd 1997-2006.

Keppt verður í fjórum mismunandi aldursflokkum. Í yngstu aldursflokkunum (8-10 ára og 11-12 ára) eru engin uppgjafartök og aðeins hægt að sigra eftir stigagjöf. Í 13-14 ára og 15-17 ára er hins vegar bæði hægt að sigra eftir stigagjöf og uppgjafartök.

Mótsgjald er 1500 kr. og rennur skráningarfrestur út á miðnætti í kvöld, 5. nóvember. Mótið fer fram í húsakynnum Sleipnis á Iðavöllum 12 í Reykjanesbæ. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan:

09:00 Vigtun (í galla) yngri hópar
10:00-12:00
8-10 ára: Glímulengd 3 mín. Einungis stöður og stig.
11-12 ára: Glímulengd 4 min Einungis stöður og stig.

11:00-11:30 Vigtun (í galla) eldri hópar
12:00-14:00
13-14 ára: Glímulengd 5 mín
15-17ára: Glímulengd 5 mín

(Ath dagskrá er einungis til viðmiðunar. Breytingar geta orðið á dagskrá þegar nær líður móti. Loka tímasetningar verða klárar fimmtudaginn 6. nóvember)

bji ungmenna

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.