spot_img
Saturday, November 2, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaCathal Pendred og Paddy Holohan með bardaga í janúar

Cathal Pendred og Paddy Holohan með bardaga í janúar

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Íslandsvinirnir Cathal Pendred og Paddy Holohan munu báðir berjast á UFC bardagakvöldinu í Boston þann 18. janúar. Liðsfélagi þeirra, Conor McGregor, er í aðalbardaga kvöldsins er hann mætir Þjóðverjanum Dennis Siver.

Cathal Pendred (15-2-1) hefur sigrað báða bardaga sína í UFC og fær nú sinn þriðja bardaga er hann mætir Bandaríkjamanninum Sean Spencer. Pendred sigraði Gasan Umalatov eftir dómaraákvörðun á UFC bardagakvöldinu í Svíþjóð í október. Í hans fyrsta UFC bardaga sigraði hann Mike King eftir magnaða endurkomu á bardagakvöldinu í Dublin í júlí. Sean Spencer (12-3) hefur sigrað þrjá bardaga í UFC og tapað tveimur. Pendred hefur margoft dvalið hér á landi við æfingar og ekki ólíklegt að hann muni láta sjá sig í Mjölni fyrir bardaga sinn í Boston.

paddy holohan
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Paddy Holohan (10-1-1) mætir Shane Howell (13-8) á sama bardagakvöldi en þetta verður einnig þriðji bardagi Holohan í UFC. Holohan vann sinn fyrsta UFC með bardaga eftir hengingu en tapaði seinni bardaga sínum eftir dómaraákvörðun í október. Bardaginn fer fram í fluguvigt (125 pund, tæp 57 kg) en Holohan og Howell eru tveir af hávöxnustu bardagamönnunum í fluguvigtinni.

Pendred og Holohan háðu báðir sinn fyrsta UFC bardaga á UFC bardagakvöldinu í Dublin í júlí en þá var Conor McGregor í aðalbardaganum líkt og nú. Allir æfa þeir saman hjá SBG í Írlandi undir handleiðslu John Kavanagh.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular