Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 5 mestu kjaftarnir í MMA

Föstudagstopplistinn: 5 mestu kjaftarnir í MMA

Í dag lítum við á mestu og bestu kjaftana í MMA. Það má segja að það sé ákveðin listgrein að rífa kjaft en það er ekki á allra færi. Á meðan sumir koma ekki upp orði eru aðrir sem geta látið dæluna ganga fyrirhafnarlaust.

Í íþróttum getur þessi hæfileiki verið mikils virði þar sem sálfræðihernaður spilar stórt hlutverk. Bardagamenn hafa notað aðferð til að koma andstæðingum sínum úr jafnvægi í áratugi. Frægasta dæmið er sennileg Muhammad Ali sem tók andstæðinga sína gjörsamlega á taugum. Þessi hæfileiki er forskot í samkeppni sem getur bæði hjálpað MMA bardagamönnum í búrinu og gert þá ríkari. Fólk vill sjá áhugaverðar persónur og er tilbúið að borga fyrir það. Rennum yfir þá bestu í bransanum.

5. Jafntefli – Rashad Evans og Quinton ‘Rampage’ Jackson

Tíunda sería af The Ultimate Fighter var frábær fyrst og fremst út af illdeilum á milli þjálfaranna Evans og Rampage. Hér er smá sýnishorn.

https://www.youtube.com/watch?v=0iKGJed74lE

4. Nick Diaz

Nick Diaz virðist tala frá hjartanu þegar hann talar til andstæðinga sinna. Það er reyndar í búrinu sjálfu þar sem mesta ögrunin fer fram þar sem hann brýtur þá samtímis niður líkamlega og andlega.

https://www.youtube.com/watch?v=sCdI4TUQcr4

3. Michael Bisping

Michael Bisping hefur einstakt lag á því að gera alla bardaga sína að illdeilum. Kannski er hann bara svona pirrandi en flestir virðast bíta á agnið.

https://www.youtube.com/watch?v=WKPmu1EvYww

2. Chael Sonnen

Fáir geta talað eins og Chael Sonnen. Hann bjó bókstaflega til nýja persónu fyrir sjálfan sig (The American gangster) og notaði æfðar línur og rímur til að móðga andstæðinga sína.

1. Conor McGregor

Conor McGregor er engum líkur. Hann öruggur með sig og er ekki feiminn að láta aðra vita af því. Hann kallar andstæðinga sína öllum illum nöfnum og gerir lítið úr þeim þar til þeir reyna að svara fyrir sig með misjafnlega góðum árangri. Um leið og það gerist er McGregor þegar búinn að vinna.

https://www.youtube.com/watch?v=eaYHHgakGZk

Endum þetta á skemmtilegri syrpu:

https://www.youtube.com/watch?v=a7z5lo9TFDA

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular