Íslandsmeistaramótið í ólympískum hnefaleikum fer fram á næstu dögum. Undankeppni hefst á miðvikudaginn en lokakvöldið er á laugardaginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hnefaleikasambandi Íslands. Undankvöldið fer fram á miðvikudaginn í húsakynnum Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar, Dalshrauni 10. Keppnin hefst kl 19 og er frítt inn.
Úrslitakvöldið fer fram á laugardaginn í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppni hefst kl 17 en húsið opnar kl 16. Miðaverð er 1500 kr. fyrir 17 ára og eldri.
Dóri DNA verður kynnir kvöldsins