Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fer fram á morgun í Mjölniskastalanum. Húsið opnar kl 10 og hefst mótið kl 10:30.
Keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna en rúmlega 60 keppendur eru skráðir til leiks.
Þyngdarflokkarnir eru eftirfarandi en keppendur eru vigtaðir í galla á mótsdag.
-64 kg flokkur karla
-70 kg flokkur karla
-76 kg flokkur karla
-82,3 kg flokkur karla
-88,3 kg flokkur karla
-94,3 kg flokkur karla
-100,5 kg flokkur karla
+100,5 kg flokkur karla
-64 kg flokkur kvenna
-74 kg flokkur kvenna
+74 kg flokkur kvenna