Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum fer fram um helgina í Reykjanesbæ. Undanviðureignir fara fram á laugardaginn en úrslitaviðureignir á sunnudaginn.
Mótið er haldið í nýjum húsakynnum HFR í Reykjanesbæ. Á laugardaginn hefjast undanviðureignir kl. 15. Á sunnudeginum hefjast úrslitaviðureignir kl. 14.
HFR er með aðstöðu í Bardagahöllinni á Smiðjuvöllum 5 í Reykjanesbæ.