spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÍslendingarnir með 11 verðlaun á Swedish Open

Íslendingarnir með 11 verðlaun á Swedish Open

swedish openSeinni dagur Swedish Open fór fram í dag. Í dag var keppt í unglingaflokkum og opnum flokkum fullorðinna.

14 Íslendingar úr Mjölni voru skráðir til leiks á mótinu og einn frá Frontline Academy í Osló. Mótið er nokkur skonar óopinbert Norðurlandamót í brasilísku jiu-jitsu. Á fyrri degi mótsins í gær nældi okkar fólk í þrjú silfur og eitt gull. Í dag var komið að unglingunum.

Sjá einnig: Þrjú silfur og eitt gull á fyrri degi Swedish Open

Sigurður Örn Alfonsson keppti -89,3 kg flokki unglinga, 16-17 ára, en bæði hvít belti og blá belti kepptu í flokknum. Sigurður gerði sér lítið fyrir og tók gullið í flokknum. Sigurður sigraði báðar glímurnar sínar á „achilles“ fótalás. Vel gert hjá Sigurði.

Kári Hlynsson keppti í -64 kg flokki unglinga, 11-13 ára, og nældi sér í brons í sínum flokki. Þess má geta að Kári sigraði sinn flokk á Íslandsmeistaramóti unglinga nú á dögunum.

Mikael Leó Aclipen keppti í -44 kg flokki unglinga, 11-13 ára. Hann var að vinna fyrstu glímuna sína þegar dómarinn taldi Mikael vera í uppgjafartaki og stoppaði glímuna á óútskýranlegan hátt. Mikael sigraði næstu þrjár glímur sínar og nældi sér þar með í bronsið. Líkt og Kári sigraði Mikael Leó sinn flokk á Íslandsmeistaramóti unglinga sem fram fór á dögunum.

Þorgrímur Þórarinsson keppti í opnum flokki blábeltinga og átti góðan dag. Þorgrímur sigraði fyrstu glímuna sem var sennilega ein besta glíma mótsins og algjört stríð að sögn sjónarvotta. Þorgrímur sigraði næstu glímu og endaði að lokum í 4. sæti í opna flokknum af tæplega 30 keppendum.

Árni Snær Fjalarsson keppti í -79,3 kg flokki unglinga, 16-17 ára, en bæði hvít belti og blá belti kepptu í flokknum. Árni komst í úrslit þar sem hann tapaði á stigum eftir jafna glímu.

Róbert Ingi Bjarnason keppti í -48 kg flokki drengja, 10-12 ára. Hann komst í úrstli en tapaði þar á stigum og hafnaði því í 2. sæti.

Adrian Krasniqi keppti í -69 kg flokki unglinga, 16-17 ára. Hann komst í úrslit þar sem hann hafnaði í 2. sæti.

Vignir Már Sævarsson keppti í gær -82,3 kg flokki fjólublábeltina, 41-45 ára. Vignir býr í Noregi og keppti fyrir hönd Frontline Academy í Osló. Vignir hafnaði í 2. sæti en hann tapaði úrslitaglímunni á fótalás.

Afrakstur dagsins því ein gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hópurinn tók fern verðlaun í gær og sex verðlaun í dag og geta því vel við unað eftir helgina.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular