Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxÍslenska landsliðið í hnefaleikum hélt út og Salka sótti silfur

Íslenska landsliðið í hnefaleikum hélt út og Salka sótti silfur

Landsliðsfólkið okkar Elmar Gauti, Erika Nótt og Salka Vífilsdóttir léku öll rétt fyrir- og um helgina í fyrstu tveimur landsliðsverkefnum ársins. Salka endaði á að sækja silfur, en hún hafnaði í öðru sæti í -60 kg flokki á Golden Girl sem haldið var í Svíþjóð.

Salka Vífilsdóttir með silfur 

Erika Nótt (Vinstri) og Salka Vífilsdóttir (Hægri)

Salka Vífilsdóttir átti fyrst að mæta Kadidia Sogodogo frá Mali. En Sogodogo náði ekki vigt og fékk Salka dæmdan Walk Over (WO) sigur í kjölfarið. Þar næst, á Sunnudeginum, mætti Salka Enie Lux frá Þýskalandi. Enie hafði daginn áður unnið sannfærandi sigur Sumaya Osman frá Svíþjóð. Enie Lux var fljótari að finna sig í bardaganum og vann sannfærandi sigur gegn Sölku í úrslitaviðureign flokksins. 

Að sögn Sölku hefur mótið aldrei verið sterkara en í ár. Bæði eru keppendur betri en áður fyrr og fleiri lönd á borð við Malí og fleiri Afríku lönd taka þátt núna. Þrátt fyrir að hafa unnið til verðlauna segist Salka ekki verið alveg sátt með árangurinn.  

“Ég var ekki alveg nógu sátt með árangurinn minn á mótinu, ég hefði getað gert mikið betur. Mér leið bara ekki nógu vel yfir vikuna, en var búinn að vera mjög vel tilbúinn allan mánuðinn. Það var líka leiðinlegt að fá WO í undanúrslitum… En það sem gerði þetta smá betra er að það voru stelpur í flokknum sem ég hef mætt og unnið áður, en barðist ekki við núna” 

– Salka Vífilsdóttir

Salka virðist vera helst sátt með það að hafa fengið nýjar áskoranir á Golden Girl, en hefði helst viljað fá almennilegan bardaga gegn Sogodogo og að hún hefði náð vigt í stað þess að fá WO sigurinn. En reynslan gegn Enie Lux var góð og segir Salka hana hafa verið hrikalega góða á öllum sviðum bardagalistarinnar. 

Stutt mót hjá Eriku Nótt 

Erika Nótt Einarsdóttir mætti Ruby White frá Bretlandi. Bardaginn var stöðvaður í fyrstu lotu og, að sögn Eriku, virtist það mat flestra að ákvörðunin um að stöðva bardagann hafi verið tekin full snemma. Ruby White mætti svo Angela De Felice og stöðvaði hana í annarri lotu. Heilt yfir virtist breska landsliðið vera mjög sterkt þetta árið!

Elvar Gauti á Boxam 

Elmar Gauti var í fámennum flokki og fékk sinn fyrsta bardaga á Boxam Fimmtudaginn 1. Feb gegn Chia-Wei Kan frá Taípei. Það má segja í mikilli hreinskilni að Chai-Wei hafi verið einu eða tveimur númerum of stór fyrir Elmar. Elmar stóð sig hrikalega vel í bardaganum, hann hélt pressunni allan tíma og lét Chai-Wei vinna fyrir laununum sínum fyrir daginn. Chai-Wei hreyfði sig vel og virstist alltaf hafa svör við spurningunum hans Elmars. Chai-Wei vann sannfærandi sigur á Elmar, vann svo seinna mótið í sínum flokki og heldur næst út á Ólympíuleikar. Svekkjandi úrslit, en eflaust góð reynsla fyrir Elmar sér ætlar sér stóra hluti á árinu.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular