spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslenskir Bardagamenn: Aron Leó Jóhannsson

Íslenskir Bardagamenn: Aron Leó Jóhannsson

Aðsend mynd.

Í þessum lið ætlum við að skoða íslenska bardagamenn- og konur. Einblínt er á komandi mót, framtíðarsýn og undirbúning fyrir bardaga.

Nafn: Aron Leó Jóhannsson
Aldur: 24 ára
Bardagaíþrótt: MMA
Félag: Reykjavík MMA
Bardagaskor: 1-0 í MMA áhugamanna, 1-0 í áhugamannahnefaleikum
Rothögg: 0
Uppgjafartök: 0
Dómaraúrskurður: 1

Uppruni

Ég er upprunalega úr 108 en hef búið í Kópavogi síðustu ár. Ég hef æft alls konar bardagaíþróttir í gegnum árin eins og hnefaleika, brasilískt jiu-jitsu og kickbox en aldrei náð að festa mig í því fyrr en ég byrjaði að æfa hjá Reykjavík MMA. Ég er allan daginn meiri striker en ég elska glímuna og er búinn að vera leggja mikla áherslu á hana síðastliðið ár. Ég hef alltaf haft áhugann á sportinu en ég var semsagt byrjaður að æfa box með vini mínum upp í Æsi hnefaleikastöðinni þegar RVK MMA er ný byrjað. Þeir voru að auglýsa þarna grunnnámskeið og á þeim tíma meiðist vinur minn í bakinu og getur ekki boxað meira og missi ég þá æfingafélaga minn. Þá ákvað ég að stökkva á þetta námskeiðið hjá RVK MMA ég hef verið alveg háður síðan.

Undirbúningur fyrir keppni

Æfingar hafa gengið furðu vel fyrir sig en kannski ekki eins vel og þegar gymmið er lokað en annars er ég búinn að vera í mínu besta formi hingað til og tilbúinn að hoppa í bardaga hvenær sem er. Ég er búinn að vera fara í fjallgöngur og gera heimaæfingar meðal annars, kýla í púða sem ég hef not af. Ég átti að berjast í mars en rifbeinsbrotnaði viku fyrir bardaga og þurfti að draga mig úr keppni og síðan skall Covid á þannig að ég er bara búinn að vera klár í slaginn að bíða spenntur eftir tækifærinu síðan þá. Vonandi fæ ég bardaga sem fyrst. Mér finnst best að æfa á móti þeim sem eru betri og reyndari en ég þegar ég æfi fyrir bardaga og finn fyrir meiri bætingum þannig, en fjölbreytileikinn er líka góður.

Fyrir seinasta bardaga var stressið stigmagnandi en um leið og ég tók labbið inn þá hvarf allt og ég fann ekki fyrir neinu nema miklum fókus og smá gleði með því. Ég er að keppa í -77 kg flokknum og á meðan ég æfi geng ég um 81-83 kg og þarf þá bara taka restina í vatnslosun þegar það kemur að því, þannig það er ekkert weight cut þannig séð.

Framtíðarsýn

Ég er ekki með neina tölu fasta í hausnum um hvað ég vil taka marga bardaga áður en ég færi mig yfir í atvinnumennsku. Ég ætla bara að halda áfram því sem ég er búinn að vera gera og færi mig síðan yfir þegar mér líður eins og ég sé tilbúinn. Eins og er, er ég bara að vinna hart að litlum markmiðum en stefnan er ávallt sett á að fara alla leið.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular