0

Conor McGregor mætir Dustin Poirier í janúar (staðfest)

Conor McGregor er búinn að skrifa undir samning þess efnis að berjast í janúar. Conor mætir Dustin Poirier þann 23. janúar.

Allt er klappað og klárt fyrir bardaga Conor McGregor og Dustin Poirier í janúar. Samkvæmt heimasíðu Conor, Mac Life, skrifaði Conor undir bardagasamninginn á dögunum. Dustin Poirier skrifaði undir í síðustu viku.

Bardaginn verður í léttvigt en þetta verður fyrsti bardagi Conor í léttvigt síðan hann tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í október 2018. Síðast sáum við Conor mæta Donald Cerrone í janúar á þessu ári en sá bardagi fór fram í veltivigt.

Bardaginn gegn Poirier er endurat en kapparnir áttust við í september 2014. Þar sigraði Conor eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu en sá bardagi fór fram í fjaðurvigt. Síðan þá hefur Conor unnið 6 bardaga, tapað tveimur og unnið tvo titla í UFC. Dustin hefur unnið 10 bardaga, tapað tveimur og varð bráðabirgðarmeistari í léttvigt árið 2019.

Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 257 þann 23. janúar en talið er að bardaginn verði í Abu Dhabi. Báðir hafa heitið því að gefa góða upphæð til góðgerðarsamtaka Dustin, Good Fight Foundation, eftir bardagann.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.