spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslenskir bardagamenn: Hlynur Torfi Rúnarsson

Íslenskir bardagamenn: Hlynur Torfi Rúnarsson

Mynd: Jarno Juutinen/MMA Viking.

Í þessum lið ætlum við að skoða íslenska bardagamenn- og konur. Einblínt er á komandi mót, framtíðarsýn og undirbúning fyrir næstu bardaga.

Nafn: Hlynur Torfi Rúnarson
Aldur: 25 ára
Bardagaíþrótt: MMA
Félag: FinnFighter Gym / Mjölnir
Bardagaskor: 2-0 sem áhugamaður í MMA
Rothögg: 0
Uppgjafartök: 2
Belti: Blátt belti í brasilísku jiu-jitsu

Uppruni:

Ég er fæddur og uppalinn í Breiðholti og Kópavogi en flutti svo á Selfoss og bjó þar í 10 ár þannig að Selfoss finnst mér vera mínar heimaslóðir. Ég var aðeins búinn að vera í hnefaleikum þegar ég var krakki en aðal ástæðan fyrir því að ég byrjaði í MMA er sú að ég var staddur inn á bar á Selfossi með besta vini mínum, Sindra Ólafssyni, þegar hann stakk upp á því að við myndum kaupa okkur hanska og góm og mæta upp í júdósal á MMA-æfingu hjá Brynjólfi Ingvarssyni. Eftir það var ekki aftur snúið.

Með tímanum þá færði ég mig yfir í Mjölni sem að kveikti einhvern eld innra með mér og steypti ég mér á kaf í brasilískt jiu-jitsu og keppti mikið í því. Er akkúrat núna að vinna mikið í glímunni almenn. Þess vegna er stílinn minn frekar glímumikill í MMA. Ég fýla samt sem áður mjög að standa og berjast en langar bara helst að klára bardagana mína. Ég hef verið heppinn með það að ég hef ekki ennþá fengið eitt einasta högg á mig úr síðustu tveimur bördögum.

Ég flutti með kærustunni minni fyrr á þessu ári til Finnlands þar sem er mun auðveldara fyrir mig að fá bardaga hér. Við höfum æft saman nánast á hverjum degi síðan við kynntumst og gæti ég ekki hafa bætt mig svona hratt án hennar. Hún hefur verið í horninu hjá mér í báðum bördögunum mínum sem mér hefur fundist frábært og tel ég það gríðarlega mikilvægt að hafa einhvern sem skilur bæði andlegu og líkamlegu hliðina á sportinu. Gæti ekki beðið um betri hornkonu.

Er annars búin að eiga marga rosalega góða æfingafélaga yfir árin. Ég æfði stóran part sjálfur á Selfossi í GYM 800. Og strákarnir úr gamla MMA crewinu hans Binna voru alltaf tilbúnir að drilla og sparra. Smá shout out á Ghetto wrestling crewið. Sindri Óla, Ómar Þór, Jamison, Arek, Elvar Orra og ekki má gleyma Brynjólfi Ingvarsyni.

Undirbúningur fyrir keppni

Undirbúningur er búinn að vera stanslaus fyrir þessa tvo bardaga síðan ég kom til Finnlands. Var í Helsinki í nokkrar vikur og æfði í GB Gym. Æfði þar undir Anton Kuivanen sem er fyrrum UFC bardagamaður sem er búinn að berjast 38 atvinnubardaga. Flutti svo til Turku þar sem ég æfi í Finnfighters Gym. Þar eru æfingarnar dálítið öðruvísi heldur en á Íslandi. Mun meiri group effort. Það eru margir iðkenndur og þjálfararnir eru allir aktífir eða fyrrum atvinnubardagamenn og allir að vinna í sjálfboðavinnu. Finnst ríkja rosa góður liðsandi og allir hjálpast mikið að þegar það er verið að undirbúa einhvern fyrir bardaga. Ég var einnig valinn besti bardagamaður keppninar eftir síðasta bardaga minn, það mótiveraði mig helling.

Þegar ég er á leiðinni inn í búrið þá er ég ekki hræddur heldur bara tilbúinn. Hugsa bara innra með mér: Nú er komið að skemmtilega partinum. Flestir eru ekkert að skera neina þyngd fyrir áhugamanna bardaga, enda finnst mér það tómt bull. Ég keppi í 70,3 kg flokki, labba vanalega um sirka 73 kg. Svo ég passa smávegis upp á hvað ég læt ofan í mig í 2 vikur en myndi alls ekki kalla það einhvern niðurskurð.

Húðflúrin

Ef ég á að segja eins og er þá er ég bara alveg sjúkur fyrir Víkinga ashtetics lookinu. Er ásatrúaður samkvæmt þjóðskrá en þetta er aðallega bara því mér finnst þau flott og auðvitað persónulegar meiningar hér og þar.

Framtíðarsýn

Stefnan er sett á að verða 4-0 sem áhugamaður áður en ég hendi mér í djúpu laugina og gerist atvinnumaður. Þrátt fyrir að draumurinn minn væri að fá pening fyrir þetta þá er ég bara einbeittur að öðlast reynslu í sportinu núna.

Að lokum vill ég þakka öllum núverandi og fyrrverandi þjálfurum mínum bæði úr Mjölni og Þorgils úr VBC og allir heima á Selfossi og kærustunni minni Paulinu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular