0

Stephen Thompson mætir Geoff Neal í desember

UFC er að setja saman skemmtilegan bardaga í desember. Samkvæmt ESPN munu þeir Stephen Thompson og Geoff Neal mætast þann 19. desember.

Síðasta bardagakvölds ársins 2020 hjá UFC fer fram þann 19. desember. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Leon Edwards og Khamzat Chimaev en nú hefur UFC bætt öðrum stórum bardaga á kvöldið.

Stephen ‘Wonderboy’ Thompson hefur ekki barist á þessu ári en við sáum hann síðast vinna Vicente Luque í nóvember 2019. Thompson er 2-2 í síðustu fjórum bardögum sínum en hann var lengi orðaður við bardaga gegn Leon Edwards.

Geoff Neal er einn sá mest spennandi í veltivigtinni í dag. Neal er 5-0 í UFC en hann hefur heldur ekki barist á þessu ári. Síðast sáum við hann klára Mike Perry með rothöggi í 1. lotu. Neal átti að mæta Neil Magny fyrr á árinu en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.