Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaÍslenskir bardagamenn: Hrói Trausti Havsteen

Íslenskir bardagamenn: Hrói Trausti Havsteen

Aðsend mynd.

Í þessum lið ætlum við að skoða íslenska bardagamenn- og konur. Einblínt er á komandi mót, framtíðarsýn og undirbúning fyrir næstu bardaga.

Nafn: Hrói Trausti Havsteen
Aldur: 26 ára
Bardagaíþrótt: Muay Thai, BJJ og MMA
Félag: VBC / Momentum BJJ Iceland
Bardagaskor: Með í kringum 20 áhugamannabardaga í boxi og 1-0 sem áhugamaður í Muay Thai.
Belti: Fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu

Uppruni

Ég fæddist í Reykjavík en eyddi barnæsku minni á Akureyri og Akranesi.
Ég starfa sem stuðningsfulltrúi fyrir fólk með geðraskanir en einnig sem þjálfari. Ég hef alltaf elskað bardagaíþróttir frá því ég var barn. Ég hef alltaf horft mikið á bardagamyndir, spilað Tekken tölvuleikinn og sem barn hermdi ég eftir brögðum sem ég sá í kvikmyndum. Ég var mjög upptekinn af því að sýna vinum mínum „ný brögð” en þeir voru vægast sagt komnir með leið á þessu. Þannig að það fannst engum skrítið að ég hafi endað í þessu sporti.

Ég hef æft Júdó, Karate, hnefaleika, Muay Thai, Jiu Jitsu og svo MMA. Ég byrjaði í hnefaleikum árið 2006 og hef í kringum 20 áhugamannabardaga í hnefaleikum bæði á Íslandi, Svíþjóð og Englandi. Ég hef stundað Muay Thai síðan 2015 í VBC og árið 2018 keppti ég í C-klassa bardaga í Svíþjóð sem ég vann. Stefnan var að keppa aftur rétt áður en Covid skall á. Ég byrjaði svo í brasilísku Jiu-Jitsu árið 2016 í Momentum BJJ Iceland og hef ég verið að keppa í því síðan. Ég hef tvisvar lent í 2. sæti á Íslandsmótinu í BJJ og sigraði Blár á leik árið 2019. Ég hef stundað Muay Thai og jiu Jitsu samtímis í 4-5 ár ásamt wrestling og Júdó í Momentum.

Ég hef marga æfingafélaga sem ég kann mikið að meta. Þeir ýta mér í átt að því að verða betri íþróttamaður og manneskja. Æfingafélagar mínir í VBC MMA, Momentum BJJ Iceland og Júdófélagi Reykjavíkur hafa haldið mér skörpum fyrir keppnir. Ég hef æft sérstaklega mikið með Þorgils Eiði í VBC síðustu ár og Birni Þorleifi fyrir undirbúning fyrir MMA bardaga. Þeir eru báðir rosalega öflugir bardagamenn og það er heiður að fá æfa með þeim.

Undirbúningur fyrir keppni

Vegna aðstæðna hafa æfingar ekki gengið sérstaklega vel. Þó að bardagaíþróttir séu taldar til einstaklingsíþrótta þá stólum við mikið á æfingafélaga okkar og því erfitt að halda hóptíma og vinna í kringum tveggja metra regluna – þá sérstaklega í BJJ og Muay Thai. Þó er ýmislegt hægt að gera og best að nota það sem maður hefur hverju sinni.
Ég elska að nota hugmyndaflugið og finna nýjar leiðir til að berjast. Ég vil vera sterkur í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég stefni á að keppa í MMA, Muay Thai og Jiu Jitsu þegar aðstæður leyfa. Ég er mjög hungraður í bardaga svo ég get ekki beðið eftir því að geta barist.

Það er erfitt að útskýra tilfinninguna við að labba inn í hringinn, blanda af stressi, spennu og tilhlökkun. Mjög primal tilfinningar. Ég reyni alltaf að halda mér í keppnisþyngd svo ég þurfi ekki að eyða orku í að skera niður of hratt. Mér finnst óþolandi að skera niður þar sem mér finnst fátt betra en að borða og lyfta þungu.

Framtiðarsýn

Ég stefni á að keppa eins mikið og ég get á meðan ég get. Spila minn hlut í að styrkja bardagaíþróttamenningu á Íslandi og verða betri bardagaíþróttamaður, manneskja og fyrirmynd fyrir næstu kynslóð.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular