spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÍslenskri stelpu boðið að berjast við Gabi Garcia í Rizin

Íslenskri stelpu boðið að berjast við Gabi Garcia í Rizin

14585394_10154304324324193_429500613_nRagnhildi Gyðu Magnúsdóttur var nýlega boðið að keppa við Gabi Garcia í japönsku bardagasamtökunum Rizin FF. Ragnhildur var ekki lengi að hafna boðinu.

Ragnhildur Gyða keppir í vaxtarrækt og aflraunum og hefur unnið til fjölda verðlauna í þeim greinum. Ragnhildur á nokkur Íslandsmet í kraftlyftingum og vann bæði titilinn Sterkasta kona Íslands 2013 og Járnkonan 2014.

Ragnhildur fékk skilaboð í síðustu viku frá manni sem sagðist vera að leita að andstæðingum fyrir Gabi Garcia í MMA. Maðurinn sagðist vera að vinna fyrir Rizin FF í Japan en bardagasamtökin voru sett á laggirnar í fyrra. Allir þrír bardagar Gabi hafa farið fram í Rizin og hefur hún sigrað þá alla.

Ragnhildur vissi ekki hver Gabi Garcia var og var ekki lengi að hugsa sig um hvort hún ætti að taka bardagann. „Það var nú bara HELL NO á sekúndunni. Í fyrsta lagi hef ég aldrei á ævinni æft neinar bardagaíþróttir og lenti síðast í slag að mig minnir þegar ég var í 5. bekk,“ segir Ragnhildur.

14528368_10154304334019193_2146155000_n

Bardaginn hefði átt sér stað í Japan en næstu bardagakvöld Rizin fara fram í lok desember „Upphæðin fyrir þetta þyrfti allavega að vera ansi há til að maður myndi mögulega íhuga þetta og að allt yrði borgað undir mann – flug, matur, gisting og samgöngur. Þar fyrir utan er ég alls ekki með besta nefið í svona lagað – voldugt kónganef sem er alveg grjóthart fram í nefbrodd.“

Gabi Garcia er ein besta gólfglímukona heims en hún er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Hún hefur nýlega snúið sér að MMA en konur í hennar þyngdarflokki eru ekki á hverju strái. „Eftir að hafa svo heyrt að hún sé 111 kg og 186 cm á hæð að þá var það enn meira HELL NO. Þetta yrði svona Davíð vs. Golíat þar sem ég er bara 168 cm á hæð og rétt tæplega 80 kg á góðum carb-up degi. En má svo sem alveg taka þessu sem hrósi ef gaurinn hélt í alvörunni að ég væri 110+ kg.“

Skilaboðin frá Rizin má sjá hér að neðan.

14513811_804292816380251_1756185059_o

Gabi Garcia.
Gabi Garcia.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular