spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIsrael Adesanya mætir átrúnaðargoði sínu Anderson Silva

Israel Adesanya mætir átrúnaðargoði sínu Anderson Silva

Israel Adesanya mætir Anderson Silva á UFC 234 í febrúar á næsta ári. Adesanya var upphaflega ekkert svo spenntur fyrir því að mæta átrúnaðargoðinu sínu en snérist hugur og nú telur hann að þetta verði mikilvægt augnablik á ferlinum.

Israel Adesany gæti orðið stór stjarna fyrir UFC. Hann hefur unnið alla fjóra bardaga sína í UFC en í þeim næsta mætir hann Anderson Silva. Silva hefur ekki barist síðan í febrúar 2017 þegar hann sigraði Derek Brunson. Síðan þá hefur hann fallið á lyfjaprófi en getur barist aftur á næsta ári.

Í fyrstu var Adesanya lítið spenntur fyrir því að mæta átrúnaðargoðinu sínu. „Ég hef sagt opinberlega að það sé óþarfi að berjast við hann af því hann er goðsögn. Hann hefur gert allt sem hann hefur gert. Af hverju myndum við setja hann gegn manni eins og mér? En svo dreymdi mig skemmtilegan draum á sunnudaginn fyrir tveimur vikum síðan. Daginn eftir ætlaði þjálfarinn minn að sannfæra mig um að ég ætti að berjast við Anderson Silva en ég sagði ‘ok’ strax. Það kom honum á óvart en mig dreymdi þetta,“ sagði Adesanya í The MMA Hour á mánudaginn.

„Þetta hefur meiri þýðingu fyrir mig en f**king heimsmeistaratitill. Ég tárast bara við að hugsa um þetta. Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Ég sá Anderson með berum augum á UFC 90, þar áður var ég að horfa á hann rústa gæjum á DVD. Þetta er eins og að Lebron James fái að mæta Michael Jordan.“

Anderson Silva var ekki heldur spenntur fyrir því að mæta Adesanya í fyrstu og neitaði. Ronaldo ‘Jacare’ Souza var nefndur til sögunnar á UFC bardagakvöldi í janúar en hann er enn að jafna sig eftir stríðið gegn Chris Weidman á UFC 230. Anderson Silva var síðan skyndilega tilbúinn að mæta Adesanya og berjast þeir á UFC 234 í Ástralíu í janúar.

Þegar Anderson Silva var kóngurinn í millivigtinni lét hann hafa eftir sér að sá eini sem gæti sigrað hann væri klón af sjálfum sér. Þessi ummæli sátu eftir hjá Adesanya og hefur hann hermt mikið eftir Silva.

„Ég byrjaði að herma eftir honum af því hann var grannur og svartur eins og ég og ég leit upp til hans. Ef hann vill berjast við klóninn sinn getur hann barist við mig. En ég er betri en klóninn af því ég hef kynnt mér hverja einustu hreyfingu sem hann hefur nokkurn tímann gert. Ég veit hvenær hann tekur fótinn af bensíngjöfinni, hvenær hann sækir, hvenær hann er sókndjarfur og hvenær hann sækir hratt fram. Ég finn það.“

Adesanya hefur alist upp í Ástralíu frá 11 ára aldri og er búsettur þar en fæddist í Nígeríu. Hann verður því á heimavelli á UFC 234 en bardagakvöldið fer fram í Melbourne í Ástralíu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular