spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIsrael Adesanya mætir Paulo Costa í september

Israel Adesanya mætir Paulo Costa í september

UFC staðfesti fyrr í kvöld titilbardaga Israel Adesanya og Paulo Costa. Bardaginn verður á dagskrá þann 26. september á UFC 253.

Næsta titilvörn Israel Adesanya verður gegn Paulo Costa. Adesanya barðist síðast í mars þegar hann sigraði Yoel Romero í leiðinlegum bardaga. Costa átti upphaflega að mæta Adesanya þá en var meiddur.

UFC staðfesti bardagann loksins í nótt. Costa hefur náð sér af meiðslum og greinilega tilbúinn að berjast á ný.

Þeir Costa og Adesanya hafa átt í orðaskiptum á samfélagsmiðlum í dágóðan tíma og fá að útkljá málin í næsta mánuði. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 253.

Ekki eru margir bardagar komnir á UFC 253 en bardagi Adesanya og Costa verður gríðarlega spennandi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular