Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 252 úrslit

UFC 252 úrslit

UFC 252 fór fram í nótt í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Stipe Miocic sigraði Daniel Cormier í frábærum bardaga. Bardaginn var gríðarlega jafn og fór allar loturnar.

Cormier byrjaði vel og vann 1. lotu þar sem honum tókst að vanka Miocic örlítið. Velgengni Cormier hélt áfram í 2. lotu en seint í lotunni tókst Miocic að kýla Cormier niður og reyndi að klára með höggum í gólfinu en tíminn rann út.

Síðustu þrjár loturnar voru mjög jafnar þar sem báðir áttu sín augnablik. Cormier potaði í auga Miocic í 1. lotu og Cormier fékk sjálfur slæmt augnpot í 3. lotu. Cormier kvaðst ekki geta séð út um hægra augað eftir augnpotið og hafði það sín áhrif á hann.

Báðir voru orðnir mjög þreyttir í lokin eftir frábæra skemmtun og fór bardaginn allar fimm loturnar. Svo fór að Miocic vann fjórar lotur að mati tveggja dómara og þrjár að mati eins dómara og vann því eftir einróma dómaraákvörðun.

Í viðtalinu eftir bardagann kvaðst Cormier vera hættur. Vitað var fyrirfram að þetta yrði hans síðasti bardagi og ætlar Cormier að standa við það.

Sean O’Malley tapaði fyrir Marlon Vera með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. O’Malley virtist hafa meitt sig í ökklanum og átti erfitt með að hreyfa sig strax í 1. lotu. Vera komst ofan á í gólfinu þar sem hann lenti þungum höggum og olnboga. O’Malley var vankaður og stöðvaði dómarinn bardagann strax en O’Malley greip strax um ökklann. O’Malley kvartaði ekki yfir ákvörðun dómarans að stöðva bardagann en talið er að þetta séu sömu meiðsli og hann varð fyrir í bardaganum gegn Andre Soukhamthath.

Marlon Vera var hæstánægður með sigurinn en nokkur rígur var þeirra á milli fyrir bardagann. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Stipe Miocic sigraði Daniel Cormier eftir dómaraákvörðun (49-46, 49-46, 48-47).
Bantamvigt: Marlon Vera sigraði Sean O’Malley með tæknilegu rothöggi eftir 4:40 í 1. lotu.
Þungavigt: Jairzinho Rozenstruik sigraði Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi eftir 3:47 í 2. lotu.
Hentivigt (149,5 pund): Daniel Pineda sigraði Herbert Burns með tæknilegu rothöggi eftir 4:37 í 2. lotu.
Bantamvigt: Merab Dvalishvili sigraði John Dodson eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).

ESPN upphitunarbardagar:

Léttvigt: Vinc Pichel sigraði Jim Miller eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Virna Jandiroba sigraði Felice Herrig með uppgjafartaki (armbar) eftir 1:44 í 1. lotu.
Hentivigt (146,5 pund): Daniel Chavez sigraði TJ Brown eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Lívia Renata Souza sigraði Ashley Yoder eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Þungavigt: Chris Daukaus sigraði Parker Porter með tæknilegu rothöggi (punches and knee) eftir 4:28 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Kai Kamaka III sigraði Tony Kelley  eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular